Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 9
ÁSGEIR BL. MAGNÚSSON
Nokkrar minjar um kringdan framburð
y, ý og ey í íslensku
0. Inngangur
í þessari ritgerð er fjallað um nokkrar orðmyndir sem benda til
varðveislu kringds framburðar á y, ý og ey í íslensku. í fyrsta kafla er
rætt svolítið almennt um varðveislu gamalla framburðarmynda og nefnd
ýmis dæmi. í öðrum kafla eru tínd til dæmi úr eldri heimildum um
kringdan framburð y, ý og ey og síðan eru þessi dæmi metin í þriðja
kafla. í fjórða kafla er bætt við fleiri dæmum sem benda í sömu átt að
því er varðar framburð y og ey. Helstu niðurstöður eru svo dregnar
saman í fimmta kafla.
1. Varðveisla gamalla framburðarmynda
Það er vel þekkt að hljóðbreytingar eru ekki ávallt altækar; eftir
verða á stundum ýmis orð sem halda arfteknum framburði að meira eða
minna leyti. Geta ástæður verið ýmist hljóðfarslegar eða bundnar stað
og tíma, þ. e. a. s. eftirleguorðin kunna að hafa sloppið við breytinguna
vegna hljóðfarsgerðar, svo sem tiltekinna grannhljóða þess hljóðs er
annars sætti breytingum, eins getur fjarlægð frá upphafsstað hljóðbreyt-
ingarinnar, fátíðni orðsins eða jafnvel merking þess átt hér hlut að máli.
Eru ýmis dæmi um undantekningar af þessu tagi úr íslenskri hljóðsögu.
Þannig virðist hið foma p-hljóð (n-hljv. af a) ekki undantekningarlaust
hafa orðið ö heldur hafa haldist sem stutt o-hljóð í einstaka orðum og
tengst svo síðar hinu arftekna o-i sem þá hafði breyst smávegis í fram-
burði (fjarlægst). Stundum koma þá upp tvímyndir orða með o og ö,
eins og t. d. mokkur/mökkur kk., stokk/stökk hk. — eða o-myndin
verður einráð eins og t. d. í dokk, dokka kvk., ‘laut’, sbr. físl. dgkk
(sama merk.) <i*dankö (sbr. nno. dokk kvk., sæ.máll. dank, dakk hk.
(sama merk.)); slokk kvk. ‘lág, hvilft’ <C*slankö, sbr. ísl. slakki, nno.
slokk kvk. ‘lautardrag’, d. slank ‘kvos’; og skodda kvk. ‘þoka’, þar sem
o (p) virðist komið úr aukaföllunum *skgddu (nf. *skadda, aukaf.