Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 48
46 Eiríkur Rögnvcildsson
þessum oröum er brottfall valfrjálst (þögulan~ þöglan) eöa óleyfilegt
(gjöfulan, ekki *gjöflan).
NiöurstaSa mín er sú aÖ samspil n-hljóðvarps og brottfalls í nútíma-
íslensku styöji ekki kenningu Andersons um staÖbundna rööun. Dæmi
hans eru bæöi allt of fá og óviss. Og að leiða öll ö í fallorðum og sögn-
um af a virðist mér út í hött; hvergi er að finna a í beygingu eða skyldum
myndum orða eins og hör, mör, djöfull, möttull, röSull, söðull o. s. frv.
Það er ástæðulaust að gera ráð fyrir öðru en ö í grunnformi þeirra orða
þar sem það stendur í öllum beygingarmyndum í yfirborðsgerð (sbr.
Kiparsky 1973:18; Cathey & Demers 1979:39).
í hefðbundinni generatífri hljóðkerfisfræði (sbr. Chomsky & Halle
1968) var gert ráð fyrir að öllum hljóðkerfisreglum hvers tungumáls
væri raðað í eina línulega röð, og þær verkuðu alltaf í þessari röð í
öllum afleiðslum í þessu ákveðna máli.
Slík röðun virðist ekki ganga í sambandi við w-hljóðvarpið í íslensku.
u-innskot verður að vísu alltaf að verka á eftir u-hljóðvarpi. Hins vegar
þarf u-hljóðvarp að verða bæði á undan og eftir veiklun (#fatnað
+ um# -> #fatnöð + um# #fatnuð + um# fötnuðum). Því verð-
ur að grípa til annarra ráða; gera ráð fyrir staðbundinni röðun (sem
ofannefnd dæmi mæla ekki á móti, þótt þau styðji hana ekki), eða
„partial ordering“ (Sommerstein 1977:176-80); í þessu tilviki gera
báðar aðferðirnar sama gagn. Sameiginlegt þeim er, að regla X (hér
H-innskot) verkar alltaf á sama stað í regluröðinni miðað við reglur Y
og Z (hér n-hljóðvarp og veiklun); hins vegar getur innbyrðis röð Y
og Z verið mismunandi, og hvor um sig verkað aftur og aftur í sömu
afleiðslu.
Annar möguleiki væri að gera ráð fyrir að u-hljóðvarpið sem verkar
á eftir veiklun sé önnur regla en w-hljóðvarpið sem verkar á undan
veiklun; það vilji bara svo til að skilyrðing og áhrif þessara reglna séu
nákvæmlega eins (sjá Clements 1980 um möguleika á slíku). Með þessu
móti þyrfti eklci að gefa línulega röðun upp á bátinn. Ég get ekki farið
að rökræða þennan möguleika hér, en læt nægja að segja án frekari
rökstuðnings að mér finnst hann ekki álitlegur.
Ein leið enn kann þó að vera til fyrir þá sem vilja halda fast í hefð-
bundnar kenningar um línulega röðun: Ef veiklunin er ekki raunveru-
leg hljóðkerfisregla, heldur hljóðfræðileg, eins og ég reyndi að rökstyðja
í 2.1.4.3, getur hún e. t. v. smeygt sér milli tveggja beitinga n-hljóðvarps
án þess að um brot á línulegri röðun hljóðkerfisreglna sé að ræða. Eins