Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 16
14
Ásgeir Bl. Magnússon
og kusja ‘raula við og svæfa; masa’. Yrði þá að gera ráð fyrir samruna
tökumerkingar í orðinu kisa ‘köttur’ og innlendra orða með svipuðu tákn-
gildi, en af öðrum toga.
kylur kk. (físl,)/kulur kk. (19. öld) ‘kuldi, kul’, sbr. nno. kyl, sæ. köl (sama
merking). Uppmælt k í stað frammælts í kulur gæti stafað frá áhrifum orða
eins og kul hk. og kuldi kk.
lyðra, liðra kvk. (19. ö\á)/luðra kvk (19. öld) ‘linkulegt gras, jurt sem helst ekki
upprétt’. Fyrri orðmyndin (orðmyndirnar) er auk þess höfð um hávaxið
grófgert gras og sú síðarnefnda sem lastyrði um konu, ‘rola’ e. þ. h., og
auk þess í merkingunni ‘lasleiki, vesöld’, þar sem hljóðvíxlan við lurða gæti
komið til greina. Orðmyndir þessar eru vísast í ætt við lydda kvk., lúðra
so. og letilyðja kvk., sbr. og nno. ludda, ludra ‘rölta letilega...’ og lþ.
luddern ‘vera latur’.
lyrfa, lirfa kvk. (17. öld)/lurfa kvk. (19. öld). Fyrri orðmyndirnar merkja
‘vesaldarlegur (sóðalegur) maður, mannleysa; í ft. gatagarmar, lélegir il-
leppar’, en myndin lurfa kvk. merkir (einkum í ft.) ‘tötrar, druslur’; líka
notað sem gæluyrði einkum við krakka: lurfan mín ‘skinnið mitt’. Orðin
eru í ætt við nno. lurve kvk. ‘flíkargarmur, óásjáleg manneskja eða skepna’,
sbr. og fær. lurvutur, d. lurvet ‘tötralegur...’, og eru í hljóðskiptasambandi
við larfur. Hugsanlegt er, en fremur ósennilegt, að ísl. orðin væru tvímyndir,
önnur i-hljóðverpt en hin ekki, og þá væri u-ið í lurfa ekki heimild um
varðveitta kringingu y-s og orðin ættu ekki heima í þessum flokki. Lirfa
í merkingunni skordýrsmaðkur er tökuorð úr dönsku (18. öld) og raunar
ættað úr latínu (iarva).
mylingur, myðlingur, myrlingur kk. (19. öld)/mulingur, muðlingur, murlingur
kk. (18. öld) ‘lúsamulningur, sortulyngsber’. Engin gömul dæmi eru um
þessar orðmyndir, það elsta, um muðlingur, frá 18. öld og dæmi eru um
mylingur frá 19. öld. Tæpast eru orðmyndir þessar heldur allar upphaf-
legar, vísast er ein, e. t. v. mylingur, elst og hinar þá tilkomnar við hug-
tengsl við moð og mor og myr. En hvað sem um það er — þær virðast
varðveita kringingu .v-hljóðsins.
myskra, miskra so. (18. öld)/muskra so. (17. öld) ‘hvísla, tuldra lágt’; miskur
hk./muskur hk. ‘hvísl, lágt tuldur’. Líklega er sögnin (<*muskriðn) upp-
haflegri og nafnorðin sagnleidd, sbr. hjaltl. musker ‘hvísla, tauta’, sæ máll.
muska ‘nöldra með sjálfum sér’. Orðin eru í hljóðskiptum við ísl. mauskra
‘muldra, umla’ og nno. mauskra ‘háma í sig’. Hitt er ólíklegra að muskra
sé stytting úr mauskra, en þá ættu fyrrnefndar orðmyndir ekki heima í
þessum flokki.
skrydda kvk. (físl.) ‘gömul slitin skinntreyja’/skrudda kvk. (um 1700), ‘gömul
illa farin bók’. Upphafleg merking er líklega ‘skorið skinnstykki’ e. þ. h. og
merkingin ‘skinnflík, skinnbók’ þá afleidd. Sennil. skylt skrjóður kk. ‘bókar-
skræða; karlfauskur’ og e. t. v. fe. scréad, ‘dúkstykki’, mlþ. schröt ‘afskorið
stykki’. I nísl. kemur skrudda líka fyrir í annarri merkingu, þ. e. ‘stór alda’,
og er þá vísast af öðrum toga, skylt skruðningur.
slytti hk. (físl.) ‘e-ð lint og máttlaust’/j/uííají (sbr. Orðabók Blöndals) ‘reika