Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 144
142
Orð af orði
memini qviedem me hanc voculam inter colonos audivisse,
ut at kleikia upp hws-kofa, casam leviter vel superficialiter
extruere. (OH)
Björn Halldórsson hefur ekki þessa sögn í orðabók sinni (1814), og
sama er að segja um Sigfús Blöndal. Ég spurðist fyrir um sögnina í
útvarpsþáttunum, en engin svör bárust, og virðist hún því alveg horfin
úr máli fólks.
Kleykir er sem fyrr segir örnefni, og höfum við dæmi um það af
tveimur stöðum á landinu. Annað dæmi okkar er úr Suðursveit, og er
Kleykir þar nafn á bröttum hól milli Uppsala og Hestgerðis. Hitt er úr
Reykjadal í Þingeyjarsýslu, nafn á allbröttum melhól rétt norðan við
bæinn Hóla. Af fornmálsorðabókum má sjá, að Kleykir kemur fyrir í
Landnámu sem viðumefni á Sigmundi nokkram Önundarsyni bílds, en
Sigmundur „nam land milli Grímsár ok Kerlingarár, er þá fell fyrir
vestan Hgfða. Frá Sigmundi eru þrír byskupar komnir, Þorlákr ok Páll
ok Brandr.“ (Landnáma, bls. 333). í Theophilus sögu er talað um að
vera kleykiliga kominn ‘að hafa lent í vandræðum’ (Cleasby-Vigfússon,
bls. 343).
Kleykir er sennilegast skylt nýnorsku sögninni klykkja ‘binda saman’
og fornensku sögninni clyccan ‘grípa, hrífa, hremma’. Eins hefur það
verið talið skylt sænska no. klyka ‘gaffall með tveimur tindum’. Kleykir
er ennfremur skylt no. klúka, sem notað er um litla hrúgu og heysátu,
og so. að klúka ‘hanga, sitja á sætisbrún’, en Klúka er einnig nafn á að
minnsta kosti fjórum bæjum á landinu. Ömefnið Kleykir merkir því að
líkindum ‘hrúga’ eða ‘hóll’, og kemur það vel heim við lýsinguna á þeim
tveimur stöðum, sem við höfum dæmi um.
G.K.
hreða
Fyrir fáeinum misserum rak á fjörur okkar orðin ullarhreða og jlot-
hreða, og voru þau bæði frá heimildarmanni Orðabókarinnar í Þing-
eyjarsýslu. Merkingin var sögð ‘léleg ull’ og ‘ómerkilegt flot’. Ekkert
dæmi var til í seðlasafni Orðabókarinnar um hreðu í þessari merkingu,
hvorki úr bókmáli né úr talmáli og heldur ekki í prentuðum orðabók-
um. Hreða kemur fyrir allt frá fornmáli í merkingunni ‘illdeilur, slags-
mál’, en Sigfús Blöndal nefnir að auki merkingarnar ‘fuglahræða’ og