Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 126
124
Magnús Pétursson
sams konar atkvæðagerð hafi svipuð lengdareinkenni (Lehiste 1970,
1975) . Þar af leiðir, að hin ýmsu hljóð, sem atkvæðagerðina mynda
hverju sinni, bæta upp sveiflur í eiginlengd hinna einstöku hljóða. Mesta
raddglufuopna kemur fram í fyrsta hluta h-sins, yfirleitt í fyrsta þriðj-
ungi hljóðsins. Það þýðir, að raddglufan byrjar að opnast innan sér-
hljóðsins, svo að grunntónninn lækkar, unz sveiflur raddbandanna
hætta, þegar opnan er orðin of stór til að sveiflur geti átt sér stað. Síðan
lokast raddglufan hægt og sígandi og er næstum lokuð, þegar sprenging
eftirfarandi lokhljóðs á sér stað.
A mynd 4 á bls. 125 má sjá dæmi um opnu raddglufunnar fyrir [h] á
undan [t] í hitti. Þar eð myndin er tekin rétt áður en [t] byrjar, sýnir hún
ekki mestu opnu. Myndin er samt greinileg sönnun þess, að [h] í þessari
stöðu er borið fram með opinni raddglufu. Hér er því um hreint sam-
hljóð að ræða, sem ekkert á skylt við áherzlufyrirbæri af neinu tagi, eins
og þegar var tekið fram.
Á mynd 5 á bls. 126 má sjá dæmi um opnu raddglufunnar fyrir langt
[t:] í hýddi. Myndin er tekin nákvæmlega í miðju hljóðsins og sýnir, að
raddglufan er opin til hálfs. Á mynd 6 á bls. 127 má svo sjá dæmi um
opnu raddglufunnar við fráblástur [th] í tími. Myndin er tekin, þegar
opnan er mest í byrjun fráblástursins og má greinilega sjá, að radd-
glufan er því sem næst alveg opin.
5. Lokaorð
í stuttu máli má draga saman niðurstöður þessara tilrauna á þann
hátt, að þær færa heim sanninn um, að íslenzk lokhljóð eru borin fram
með opinni raddglufu. Er þar með komin skýring á því, hvers vegna
öll íslenzk lokhljóð eru órödduð. Önnur hugsanleg skýring hefði getað
verið, að loftþrýstingsmunur ofan og neðan raddbanda væri nánast
enginn. Eins og kom fram í fyrri rannsókn minni (Magnús Pétursson
1976) er loftþrýstingsmunur milli fráblásinna og fráblásturslausra lok-
hljóða mjög smávægilegur. Af núverandi rannsókn virðist hins vegar
greinilegt, að röddunarleysið er afleiðing af opnu raddglufunnar (sbr.
líka Höskuldur Þráinsson 1978b, 1980).
Ef þess hefði þurft, koma þessar tilraunir með enn frekari sönnun
þess, að [h] í innstöðu á undan samhljóði er ekki áherzlufyrirbæri og á
ekkert skylt við áherzlu, heldur er hér um að ræða samhljóð, sem radd-
glufan tekur virkan þátt í að mynda. Vöðvarafstraumsmælingar sýna,
að opnunar- og lokunarvöðvar raddglufunnar eru virkir við myndun