Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 188

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 188
186 Ritdómar Hin gerð frumlagslausra setninga er hinn gamli accusativus cum infinitivo eins og: (30) Jón taldi kennarann vera leiðinlegan þar sem „hefðbundin" ummyndanagreining gerir ráð fyrir því að kennarann, sem er „merkingarlegt" frumlag með vera, sé gert að yfirborðsandlagi með telja og að þetta fari fram samkvæmt ummyndunarreglu. í báðum tilvikum hallast HÞ að hefðbundinni greiningu á formunum. Aðrir möguleikar en hin hefðbundna greining, sem HÞ ræðir um að komi til mála í greiningu á nafnháttarsetningum, eru aðallega tvenns konar. Annars vegar hafa einhverjir málfræðingar stungið upp á því að líta svo á sem að hœtta í skólanum í (29)a og b sé einfaldlega sagnliður (S1 — á ensku VP) og hvergi í útleiðslu á þessum setningum sé það sem fylgir sögninni greint sem setning (sbr. Lasnik & Fiengo 1974, Brame 1976 og Bresnan 1978). Hins vegar hafa svo aðrir stungið upp á því að í setningum af þessu tagi hafi aukasetningarnar „tóm frumlög“ sem séu þannig greind merkingarlega að þau fái sömu viðáttu (reference) og nafn- yrðing sem á undan fer (Chomsky 1973, Jackendoff 1972). Hér gefst hvorki rúm né orka til þess að gera tæmandi grein fyrir öllum þeim röksemdum sem HÞ tínir til sem stuðning við hina hefðbundnu greiningu, en meðal þeirra dæma sem hann nefnir og mér fannst einna mest sannfærandi eru sambönd eins og: (31) Ég vonast til að vanta ekki efni í ritgerðina (bls. 302) Hér virðist hvort tveggja geta gengið, að „óákveðna" fornafnið einn, sem „merk- ingarlega" á við frumlag sagnarinnar vanta, sem hefur þá sérvisku að taka „frum- lag“ í aukafalli, standi í nefnifalli eða þolfalli. Sú staðreynd að fornafnið getur staðið í þolfalli rétt eins og það hefði þegið það frá raunverulegu þolfallsfrumlagi með vanta má virðast benda til þess að í einhverri gerð sem legið getur að baki setningu eins og (31) sé frumlagsnafnliður á sveimi. A. m. k. gengur betur að gera grein fyrir þessu með því að gera ráð fyrir baklægu frumlagi með vanta heldur en eins og væri skv. „sagnliðarkenningu" Lasniks og Fiengos o. fl. þar sem á engu stigi er neitt frumlag með sögninni. Eins virðist að þeir sem aðhyllast „tómt frum- lag“ yrðu að gera ráð fyrir að þessi tómu frumlög geti staðið í mismunandi yfir- borðs-föllum. Röksemd Höskuldar er að meðan ekki komi fram önnur aðferð til að gera grein fyrir þessum hlutum sé sú hefðbundna í fullu gildi. Að svo miklu leyti sem leikregla af þessu tagi á rétt á sér, þ. e. að efasemda- mennirnir verði að sanna sitt mál ef þeir vilji vera á annarri skoðun, virðist mér erfitt að mæla gegn niðurstöðu HÞ. Ef ég ætti að reyna að fetta fingur út í þennan kafla, væri það helst að mér finnst efnisskipunin ekki sem allra best. Það aftraði mér við lesturinn að HÞ gerir ekki tilraun til þess að gefa á einum stað yfirlit um þær sagnir sem taka með sér nafnháttarsetningar. í fljótu bragði virðist að hægt sé að flokka þær í undirflokka eftir a. m. k. tveimur einkennum, þannig að út komi þrír flokkar merkingarlega skyldra sagna: A. Sagnir sem taka frumlag í aðalsetningu sem „er það sama“ og hið úr-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.