Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 40
38
Eiríkur Rögnvaldsson
Iausnin er því sú, að áliti Oresniks, að telja u vera í grunnformi, og þar
með enga samtímalega innskotsreglu til.
Annar möguleiki er þó til: að gera ráð fyrir að í grunnformi endi
stofninn á samhljóði: #skóy + r# en /y/ falli brott eftir að innskots-
reglan hefur verkað.13 Afleiðslan er sýnd í (11):
(11) grunnform #skóy + r#
n-innskot # skó y + ur #
v-brottfall [skou:Yr]
Ýmis rök eru fyrir baklægu /y/. Það kemur fram sem óraddað önghljóð
ef notuð er eignarfallsmyndin skógs [skouxs] í stað skógar; sem fram-
gómmælt, raddað önghljóð í þgf. skógi [skou:ji], og sem lokhljóS í þgf.
m. gr. skógnum [skougnYm], ef sú mynd er notuð. Oresnik (1978a:167)
nefnir þessa lausn; en þótt hann hafni henni ekki berum orðum þykir
honum hún ekki álitleg, vegna þess að grunnmyndin (sem hann telur
að yrði þá að vera #skóx-#) komi aðeins fyrir í þrælmerktu falli, ef.
et. („which may go counter to some universal constraint on the form
of the underlying stems“, segir Oresnik (1978a:167) án þess að rök-
styðja það nánar). Ég sé þó ekki að það útiloki þessa lausn (sbr. Kensto-
wicz & Kisseberth 1977, 1. kafli, 1979:196-204). Reglur sem leiða [x],
01 °g [g] af /y/ eru hljóðfræðilega eðlilegar og einfaldar, og slík víxl
koma víða fyrir: dagur [da:yYr]~degi [dei:ji]~rfflgx [daxs]; vega
[ve:ya\~veginn [vei:jin]~vegnum [veignYm]. Ef stofninn í skógur er
talinn vera #skó-# eins og Oresnik telur (1978:167), þarf aS telja [j]
í þgf., [x] í ef. og [g] í þgf. m. gr. til beygingarendinga, og búa þar með
til nýjan beygingarflokk, sem varla getur talist æskilegt.
Þar að auki held ég (án þess að hafa nokkrar hljóðfræðirannsóknir
að styðjast við) að [y] hverfi alls ekki alltaf úr nefnifallsmyndinni í fram-
burði; oft eimi eftir af því (sbr. Jón Ófeigsson 1920-24:xxii; Bjöm
Guðfinnsson 1946:48). Og benda má á að í orðinu lágur, þar sem [y]
getur horfið í framburði í öllum föllum (nema e. t. v. ef. ft.) er u iðulega
sleppt í nf. og sagt [lau:r] (að vísu koma þar sennilega einnig til áhrif
frá lo. hár; sjá þó Hreinn Benediktsson 1959:57).
Annað það sem Oresnik (1978a) hefur fram að færa er ekki rök
gegn w-innskoti í endingu, heldur er hann að rífa niður rök sem hann
13 Það skiptir ekki máli í þessu sambandi hvort grunnformið er talið með öng-
hljóði, /y/, eða lokhljóðinu /g/.