Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 143
Orð af orði 141
17., 18. og 19. öld. Jón Ólafsson frá Grunnavík segir t. d. í orðabókar-
handriti sínu:
Perta, f. eqvulus, vel eqvus parvus, in primis si eqva
sit, licet hoc vulgo sit usitata vox, videtur
sine dubio venire a Belg. Peert, id vero a Germ.
Pferdt.
Einnig þekkir Jón bæði lo. pertulegr „qvi eqvuli instar est“ og ao. pertu-
lega. Um pert/pertu er það að segja, að í dönsku er til no. perte í merk-
ingunni ‘meri’ og pert í merkingunni ‘hestur’. Danskan hefur að öllum
líkindum tekið orðið upp úr lágþýzku, en þar er no. pert til í merking-
unni ‘hestur’. í íslenzku hefur orðið komizt annaðhvort beint úr lág-
þýzku eða úr lágþýzku um dönsku og verið mestmegnis notað á Austur-
landi.
En fleira rak á fjörumar. Af Suðurlandi fengum við tvö dæmi um,
að perta sé notað um konu, sem þykir snefsin, annað úr Mýrdal, en hitt
undan Eyjafjöllum. Einnig bámst dæmi af sömu slóðum um lo. pertu-
legur ‘kuldalegur, ónotalegur í framkomu’. Þarna hygg ég að sé um
sama orðið að ræða og í dönsku pert notað í niðrandi merkingu um
fólk. í stóru dönsku orðabókinni er gizkað á, að það sé sama orðið og
í bornhólmsku pjarta. (Ordbog over det danske Sprog XVI, dálkur
731-732). Utan Suðurlands virðist orðið ekkert þekkt í máli fólks.
G.K.
kleykja
Á síðastliðnum vetri barst okkur fyrirspurn um merkingu örnefnisins
Kleykir í Þingeyjarsýslu. Úr prentuðum bókum var aðeins eitt dæmi um
so. að kleykja úr Flateyjarrímu Magnúsar Ólafssonar í Laufási, en hún
er talin ort 1626 eða 1628 (sbr. Stakar rímur, bls. xvi). Magnús kvað:
Klifbemðu klára sumir
og kleyktu upp böggum (Stakar rímur, bls. 48)
Einnig era dæmi um sögnina í orðabókahandritum. Hjá Guðmundi
Andréssyni (um 1650) segir:
kleykja, -ti, colloco in lubrico, extruo lubrice
labile: Hinc kluka. Res levis & labiliter extructa. (OH)
Sama merking kemur fram hjá Jóni Ólafssyni frá Gmnnavík: