Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 117
Ljósmyndun af stöðu raddbandanna
115
vöðvarafstraumsins. Það er samt ekki sök þeirra, sem lögðu sig alla
fram til að gera þessar tilraunir mögulegar. í tækjahljóðfræðilegum
rannsóknum verður alltaf að vera við því búinn, að tilraun mistakist.
Þá áhættu þarf venjulegur málfræðingur eða hljóðfræðingur, sem getur
unnið við skrifborð sitt eingöngu, hins vegar ekki að taka.
2. Markmið og efni
Markmið þessarar rannsóknar í heild var, eins og að framan var
lýst, að athuga nánar starfsemi raddbandanna við myndun lokhljóða og
óraddaðra önghljóða í íslenzku. Jafnframt voru tekin með nokkur
hljóðasambönd, sem einkennandi eru fyrir íslenzkt mál, t. d. [1 r] +
lokhljóð, órödduð nefhljóð + lokhljóð og nokkur önnur. Fyrir tilraun-
ina með ljósmyndunina með glerkaplinum voru notuð 16 orð, en fyrir
vöðvarafstraumsskráninguna voru notuð 11 orð, þar af eitt gerviorð
ippi [ihpi]. Orðin voru lesin tólf sinnum fyrir hvora tilraun og var
röðinni í listanum breytt fyrir hvern lestur til að forðast vanamyndun
í framburði. Öll orðin voru valin þannig, að áherzlusérhljóðið væri [i i
e], svo að tungan væri sem fremst í munnholinu og hefði því sem minnst
áhrif á barkakýlið og þar með á stöðu raddbandanna. í þessari grein er
ekki hægt að meðhöndla allt efnið og verða því aðeins tekin til með-
ferðar vandamálin, sem snerta lokhljóðin og [h] í innstöðu á undan
lokhljóði. Orðin voru lesin af höfundi þessarar greinar. Til að fyrir-
byggja gagnrýni á þetta atriði er rétt að taka fram, að ólíklegt er, að
hægt sé að hafa nokkur meðvitandi áhrif á vöðvastarfsemina í barka-
kýlinu. Ennfremur er rétt að undirstrika, að ekki er auðvelt að gera
tilraunir sem þessar með hljóðhöfum, sem ekki hefur verið ljóslega
útskýrt fyrir, hvers eðlis tilraunirnar eru.
Þau orð, sem notuð voru í þessari grein, eru:
a) í vöðvarafstraumsskráningunni: hetta, ippi
b) í ljósmynduninni með glerkaplinum: hitti, pikki, teppi, hýddi,
kíki, tími
Á undan orðunum hetta og ippi var lesið orðið segðu, en á undan
hinum orðunum var lesið þa(ð) sé og var það hugsað sem svar við
spurningunni hvaða orð er þetta?, sem svarað væri með (ég held) það
sé . ..