Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 142
140
Orð af orði
perta
Fyrir tveimur árum ræddi ég allnokkuð um orð notuð um leiki og leik-
föng í útvarpsþáttunum. Eitt af því, sem fjallað var um, var þrautin að
járna pert eða að járna pertu. Þetta er jafnvægisþraut í því fólgin að
setjast flötum beinum á strengdan kaðal, slá með priki undir iljamar og
fara með þulu um leið. Ég ætla ekki að gera þrautina að umræðuefni
hér, heldur no. pert hk./perta kvk. og heimildir, sem okkur bámst um
það.
Svo virðist sem orðið perta sé ekki notað lengur í daglegu tali um
hesta. Dæmin í talmálssafni Orðabókarinnar era, að þrautinni undan-
skilinni, af Austurlandi og öll um orðasambandið að vera/koma ríðandi
upp á pert. Heimildarmaður okkar úr Mjóafirði segir svo í bréfi: „Þetta
þýddi ekki beinlínis, að maðurinn kæmi á hesti, heldur uppdubbaður,
uppstrokinn, hefði látið á sér bera“, og annar af svipuðum slóðum tekur
undir þetta og segir, að orðasambandið merki „að sýna af sér mikillæti,
jafnvel meira en efni stóðu til, jafnvel sagt: Hann var á ferðinni ríðandi
upp á pert með taglið uppgert.“ Önnur dæmi em þessum samhljóða.
Heimildarmaður úr Austur-Skaftafellssýslu getur þess að auki, að sá
ríði pert, sem situr í hnakknum með fætuma krosslagða framan á
hnakknum.
í bókmálssafni Orðabókarinnar kemur orðið pert/perta fyrir í kveð-
skap. Stefán Ólafsson yrkir:
°g:
það er Þorvaldar pert,
þó er taglið um þvert
stýft upp við stert.
Stórilla var það gert.
(Kvœði I, bls. 390)
Strauma lætur strika
stundum Móaling,
Brún og Pertu prika
(Kvœði I, bls. 309)
í kvæði eftir Hallgrím Pétursson kemur fyrir þessi ljóðlína: III þú hittist,
arma perta (Nokkur Ijóðmœli 1885, bls. 107), og fáein dæmi önnur em
í safninu. Einnig em heimildir til um orðið í orðabókahandritum frá