Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 80
78
Kjartan Ottósson
2.
Sú kenning, sem hér um ræðir, er kenning Noreens um varðveislu
hinnar fornu />-endingar í 3. persónu eintölu fh. nt. í grein 530, athuga-
semd 3 (hér er alltaf átt við síðustu útgáfu Noreensbókar, nema annars
sé getið) segir Noreen frá því, að hin upphaflega ending, -þ, í 3. p. et.
fh. nt. hafi þokað fyrir endingu 2. persónu ekki síðar en við upphaf
víkingaaldar. Bendir hann á hin alkunnu rúnadæmi bkriutiþ (Stentoften)
og bkrutR (Björketorp) því til staðfestingar. Síðan segir Noreen:
Doch sind spuren der ursprúnglichen endung noch in der literatur
erhalten, teils haufig vor dem passivischen -sk, -s(r), z. b. bþtezk
wird gebiisst, leynez verbirgt sich usw. (s. Brate, Áldre Vestmanna-
lagens ljudlára, s. 64; vgl. schreibungen wie hefðz, hefðzt bei
Fritzner I, 685), teils in vereinzelten formen wie þykke þér es
schreint dir (s. § 285 anm. 1), St. Hom. geriþ (aschw. einmal gœrid)
macht (s. Noreen, Arkiv V, 393f.), verð wird.
Þessar línur, með þeirri kenningu sem í þeim felst, komast inn í 2.
útgáfu Noreensbókar 1892 og standa óbreyttar í 3. og 4. útgáfu, nema
hvað dæmin frá Fritzner koma fyrst inn í 3. útgáfu. í frumútgáfunni
1884 er ekki örmull af þessari kenningu. Noreen byggir líka á þessari
kenningu þegar hann fjallar um miðmyndarendingarnar sérstaklega, og
verður nánar litið á það hér á eftir. Um þá umfjöllun Noreensbókar
gildir það einnig, að hún kemst fyrst inn í 2. útg. og helst óbreytt síðan.
Upptök þessarar kenningar eru greinilega í því riti Eriks Brate sem
Noreen vitnar til og út kom 1887. Þar fjallar Brate um 5 dæmi mið-
myndarendingarinnar -iz í 3. p. et. hjá ija-sögnum (t. d. bötiz) í eldri
Vestmannalögum, þ. e. a. s. Dalalögum. Hann telur setuna þama
komna af tannhljóði + s og þannig geyma hina fomu />endingu. Síðan
segir Brate:
Máhánda kan den hár gifna synpunkten bidraga att áfven uti isl.
förklara förekomsten af z som passivmárke, jfr hoffory, Arkiv II
96.
(Á tilvitnuðum stað mótmælir Hoffory þeirri skoðun, sem þá var al-
menn, að z-ending í miðmynd táknaði st, og heldur því fram að hún
tákni ts.) Ég skal ekki dæma um réttmæti túlkunar Brate hvað sænsku
viðkemur, en benda má á, að í ef. et. karlkyns f/a-stofna er z allalgeng