Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 185
Ritdómar
183
Það sem mér fannst athyglisverðast í þessum kafla er tilgáta sem HÞ setur
fram um að í íslensku séu að minnsta kosti tvenns konar það í setningum sem
minna á (19)b:
„One [það] is a dummy which is inserted by a special dummy insertion rule
... when a clausal subject has been extraposed. The other þaö is base gene-
rated and modified by an appositive clause in underlying structure" (bls. 210)
Meðal þess sem skilur á milli þessara tveggja gerða af það er skv. hugmynd HÞ
að „gervi-/>a<íið“ er einungis sett fremst í setningu til að fylla eyðu (m. a. eyðuna
sem myndast ef frumlags- ad-setning er flutt úr sínu upphaflega sæti), þar sem aftur
á móti „baklægt það“ getur staðið í öðru umhverfi. í setningu eins og:
(20) Líklegt er það að Jón hafi barið Maríu
þar sem þaö stendur á öðrum stað en fremst í setningu væri það þá baklægt. í
setningu eins og:
(21) Líklegt er að Jón hafi barið Maríu
er hins vegar ekkert baklægt það og gervifrumlaginu ekki skotið inn vegna þess
að það er ekki nauðsynlegt til að forðast að sögnin standi fremst. Setning eins og:
(22) Það er líklegt að Jón hafi barið Maríu
er hins vegar tvíræð eins og hún stendur skrifuð, því að það getur verið hvort
heldur sem er gervifrumlag eða baklægt þaö. (í tali er hins vegar líklegt að fram
komi munur í tónfalli eða áherslu.)
Setningafræðilegan rökstuðning fyrir þessari aðgreiningu finnur HÞ í dæmum
eins og (23):
(23) a Maríu er hörmulegt að Jón skuli hafa barið
b *Maríu er það hörmulegt að Jón skuli hafa barið
Hér virðist svo sem ekki sé leyfilegt að flytja andlag aukasetningarinnar fremst
ef baklægt þaö er til staðar. Á ensku kallar HÞ það að setningar sem standa sem
viðurlög með „baklægu" það séu „extraction-islands", „eyjar“ (það er ófært úr þeim
til lands).
Sá greinarmunur sem HÞ vill gera hér endurspeglar tvískinnung sem gætt
hefur í hefðbundinni greiningu á setningum eins og (22), þar sem ýmist er sagt
að þaö sé aukafrumlag, eins konar staðgengill fyrir hið „raunverulega" frumlag,
að-setninguna, eða að ad-setningin sé viðurlag við frumlagið þaö.
Enda þótt sú einfalda hugmynd að skera á hnútinn með því að gera ráð fyrir
tvenns konar uppruna, eins og HÞ gerir, virðist að ýmsu leyti heillandi, finnst
mér einhvern veginn að ekki sé allt jákvætt við þessa lausn. Þessi hugmynd virð-
ist gera ráð fyrir því að það sé hægt í hverju einstöku tilviki þegar fyrir kemur
setning sem líkist (22) að ákvarða hvort um er að ræða baklægt það eða gervi-
frumlag, þ. e. að um sé að ræða tvær kategoríur og að ekki sé hugsanlegt neitt
millistig þar á milli. (Að vísu gerir HÞ ráð fyrir því að hugsanlegar séu fleiri
kategoríur, en hver slíkur flokkur yrði skýrt aðgreindur frá hinum.) Eins væri
hægt að spyrja hvort með þessu sé ekki verið að brjóta gegn reglu Occams um