Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 120
118 Magnús Pétursson
Á myndum 4-6 á bls. 125-127 má sjá sýnishorn af þeim kúrvum, sem
skráðar eru, en þær eru: (1) tímamerki (1 sek.); (2) hátíðnisveiflurit;
(3) merki, sem gefur til kynna, hvenær innan hljóðsins ljósmyndin af
stöðu raddglufunnar er tekin; (4) raddglufurit; (5) hljóðstyrkur, tíma-
réttur 2,5 þúsundustu hluta úr sekúndu; (6) hljóðstyrkur, tímaréttur 10
þúsundustu hluta úr sekúndu; (7) grunntónn raddarinnar.
Eina vandamálið er, að ljósmyndin er ekki tekin sjálfkrafa við
stærstu opnu raddglufunnar, heldur er hún tekin af aðstoðarmanni, sem
fylgist með sveiflusjánni. Því er hér um mikið nálcvæmnisverk að ræða.
Þar eð um sekúndubrot er að tefla, voru sumar myndir ýmist teknar
of fljótt eða of seint miðað við stærstu opnu. í rauninni þyrfti að taka
kvikmynd, svo að allir þættir opnunnar, frá því að raddglufan opnast
til þess er hún lokast, væru skráðir, en þennan möguleika höfðum við
ekki að þessu sinni. Engu að síður fengust mikilvægar upplýsingar í til-
rauninni, sem auka þekkinguna á hljóðmyndun miðað við það, sem
áður var þekkt, enda þótt enn séu óþekkt atriði í þessu sambandi.
4. Niðurstöður
4.1 Starfsemi barkakýlisvöðva við myndun [h] í innstöðu
Hljóðfræðingar hafa um nokkurt skeið leitazt við að svara spurning-
unni um það, hvaða atriði það séu í starfsemi talfæranna, sem svara til
einstakra hljóðfræðilegra þátta, sem mynda málhljóðin. Segja má, að
þessar rannsóknir hefjist markvisst með birtingu hinnar frægu rann-
sóknarskýrslu þeirra Roman Jakobsons, Gunnars Fant og Morris Halle
Preliminaries to Speech Analysis (1952), þar sem höfundar sýndu fram
á, að vissir hljóðeðlisfræðilegir og líffæralegir þættir svara til hinna
einstöku deiliþátta. Síðar var þetta athugað af Lisker og Abramson,
sem beindu rannsóknum sínum einkum að því að athuga tímaþáttinn í
stöðu raddbandanna, þar eð þeir voru þeirrar skoðunar, að sá þáttur
einn saman nægði til að aðgreina ýmsa deiliþætti eins og fráblástur,
röddun og röddunarleysi, eða voice onset time (VOT) eins og þeir kalla
það í ritgerðum sínum (Lisker 1957a, b, 1972, 1974; Lisker & Abram-
son 1965, 1967, 1971; Abramson & Lisker 1965, 1970). En menn hafa
viljað fara lengra og mæla og kanna það, sem liggur að baki þessum
þáttum, áður en þeir koma fram sem hljóð ef svo mætti segja, þ. e. í
starfsemi líffæranna, með því að skrá vöðvarafstraum eða taugaboð.
Hugmyndin var sú, að finna mætti í starfsemi vöðvanna eða í tauga-
boðunum samsvaranir einstakra myndunarþátta eða deiliþátta mál-