Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 62
60 Halldór Ármann Sigurðsson
urSur Skúlason 1952:52-53; sbr. ennfremur t. d. Jakob Jóh. Smári
1920:205-206 o. v.). íslenskum aukatengingum er þar venjulega skipt
í 10 flokka eftir merkingu: Orsakartengingar, skilyrSistengingar, til-
gangstengingar, tíSartengingar o. s. frv. (auk ofangreindra heimilda má
t. d. sjá slíka skiptingu hjá Jóni FriSjónssyni 1978:215-216). Til skýr-
ingar og upprifjunar skal hér sýnt brot af aukatengingaþulu Björns GuS-
finnssonar (1958:88):
(l)a Skýringartenging: aS
b Orsakartengingar: af því aS, því aS, fyrir því aS, meS því aS,
úr því aS, sökum þess aS, sakir þess aS, vegna þess aS, þar eS,
þar sem, fyrst
c Skilyrðistengingar: ef, nema, svo framarlega sem
Svo er aS sjá sem þulum þessum sé yfirleitt ætlaS aS vera nokkum
veginn tæmandi.3 Ef marka má Björn GuSfinnsson (1958:88-89) em
íslenskar aukatengingar því 73 talsins, þar af 56 fleiryrtar (af því að,
svo framarlega sem o. s. frv.). Þessi mikli fjöldi fleiryrtra aukatenginga
stingur nokkuS í augu. Og óneitanlega vekur hér einnig illan grun aS
orSasambönd þessi virSast undantekningarlaust hafa atviksliS (þ. e.
forsetningarliS eSa ao.) aS kjarna eSa stofni, t. d. af því í af því að,
þangað í þangað sem o. s. frv. (sbr. 1.0 hér á eftir).
Hvergi hef ég rekist á neitt þaS sem talist gæti viShlítandi rök eSa
réttlæting fyrir því aS greina orSasambönd eins og af því að sem auka-
tengingu. Skal þá tekiS fram aS í þessu efni telst þaS naumast til raka
þó aS sambærileg greining hafi, a. m. k. til skamms tíma, tíSkast í
öSrum Evrópumálum (sbr. t. d. Jespersen 1969:68-70) og í klassískri
latínumálfræSi (sjá t. d. Allen & Greenough 1916:137-139). Hér verS-
ur því þess vegna haldiS fram aS hefSbundin greining fleiryrtra „auka-
tenginga“ í íslensku eigi ekki viS rök aS stySjast. í sem skemmstu máli:
Hér er taliS aS orSasambönd þessi séu ekki aukatengingar heldur sam-
bönd atviksliSa (í móSursetningu) og venjulegra einyrtra aukatenginga
(að, sem, og,.. .). Þessar einyrtu aukatengingar tengja því eftirfarandi
aukasetningu viS atviksliS (t. d. af því, þangað, eins) í móSursetningu
— á sambærilegan hátt viS þaS þegar aukasetning er „hengd“ aftan
3 Björn Guðfinnsson (eða umsjónarmaður útgáfunnar, sbr. heimildaskrá) hefur
að vísu örlítinn fyrirvara á um þetta og segir: „Verða nú taldar helztu samteng-
ingar“ (1958:88). Það hefur Stefán Einarsson (1945:176) hinsvegar ekki. Og í
nokkru eldri útgáfu af bók Björns segir: „Verða nú taldar upp allar helztu sam-
tengingarnar" (Björn Guðfinnsson 1946:111).