Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 189
Ritdómar
187
fellda (eða undirskilda) frumlag í aukasetningunni og leyfa ekki að frumlag
aukasetningarinnar komi fram á yfirborðinu. Dæmi: reyna, œtla, byrja og
hœtta.
(32)a Jói reyndi að synda yfir ána
B. Sagnir þar sem andlagið er það sama og hið undirskilda frumlag.
Dæmi: biðja, skipa, ráðleggja, segja, lofa. Hér getur frumlag aukasetningar-
innar stundum komið fram á yfirborðinu:
(33) la Stebbi bað Jóa að fara út
b Stebbi bað Jóa (þess) að hann færi út
2a Stína leyfði Jóa að fara í bíó
b ?Stína leyfði Jóa að hann færi í bíó
C. Sagnir sem taka frumlag sem er það sama og hið undirskilda frumlag
aukasetningarinnar, en leyfa að frumlagið standi fullum stöfum í aukasetn-
ingunni. Þessar sagnir taka einnig n<9-setningar sem hafa frumlag sem ekki
er hið sama og frumlag aðalsetningarinnar. Dæmi: vonast til, hlakka til,
vilja, óska.
(34) a Ég vil vera fyrstur
b Ég vil að ég sé fyrstur
c Ég vil að Jói sé fyrstur
HÞ gerir sér að sjálfsögðu grein fyrir þessum hlutum en ég held að kaflinn hefði
orðið auðveldari aflestrar og skýrari ef tilraun hefði verið gerð til þess að gefa
yfirlit um það hverjar þessar sagnir eru og e. t. v. ræða það hvort einhvern lær-
dóm megi draga af því.
í 6. kafla ræðir, eins og áður sagði, um „þolfall með nafnhætti", spurninguna
um það hvort setningar eins og:
(35) Formaðurinn áleit foreldrana hafa farið heim (bls. 332)
séu leiddar af sömu djúpgerð og:
(36) Formaðurinn áleit að foreldrarnir hefðu farið heim
Einnig ræðir um muninn á þessari gerð setninga og þeim setningum sem áður
ræddi um og fella niður frumlag í aukasetningu vegna þess að það er hið sama
og andlagið með sögninni í aðalsetningunni. Yfirborðsmunurinn á þessum síðar-
nefndu setningum og setningum eins og (35) er ekki eins greinilegur í ensku og í
íslensku, því í ensku er „nafnháttarmerkið“ to notað í báðum gerðum. í íslensku
er ekkert nafnhátarmerki notað með „þolfalli með nafnhætti", en hins vegar venju-
lega í síðarnefndu gerðinni:
(37) Stína bað Stebba (að) fara heim
Frægt dæmi sem Chomsky hefur nefnt sýnir hins vegar að þessar tvær „gerðir" eru
býsna líkar á yfirborðinu í ensku: