Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 196
194 Ritdómar
Að lokum drepur HÞ lauslega á setningar eins og (60) og „ópersónulegar þol-
myndarsetningar" eins og:
(66) Það var dansað á skipinu
og veltir því ögn fyrir sér hversu mikið frumlagseðli sé í það í samböndum sem
þessum og kemst m. a. að raun um að það í setningum eins og (60) og (66) hegðar
sér svipað og það í veður-setningum, með tilliti til „frumlagslyftingar":
(67) a Jón telur j j r*Snt (st)r- bls. 481)
b Jón telur j | vera mýs * baðkerinu (bls. 482)
c Jón telur j j hata verið dansað á skipinu (bls. 482)
Hins vegar virðist eins og þar sem það er staðgengill fyrir óákveðið frumlag, sem
líka kemur fram í setningunni, sé öðru máli að gegna:
(68) *Jón telur j^gfj hafa einhver(n) étið hákarlinn (bls. 482)
Setningar þar sem frumlagi hefur verið frestað á þennan hátt virðast alls ekki geta
tekið þátt í ACI-samböndum þar sem frumlag væri flutt upp í aðalsetningu. Sam-
kvæmt þessu ætti frumlagseðli það í samböndum eins og:
(69) Það hefur einhver étið hákarlinn
að vera minna en það í setningum eins og (60) og (66).
6.
Ég hef nú reynt að gera nokkra grein fyrir efni þeirrar bókar sem hér er til
umsagnar, en það fer að sjálfsögðu ekki hjá því að margt hefur orðið út undan og
stiklað hefur verið á stóru. Og þótt ég hafi á köflum reynt að brydda á öðrum
skoðunum en höfundur eða dregið í efa ýmsar niðurstöður hans eða þær fræði-
legu forsendur sem hann gefur sér, er ekki nokkur vafi á því að hér er á ferðinni
grundvallarrit í íslenskri nútímasetningafræði, og enginn sem vill kynna sér þá
grein kemst hjá því að lesa þessa bók. Frágangur bókarinnar er snyrtilegur og
ekki margar prentvillur að ég sæi. Bókin er, eins og komið hefur fram, skrifuð á
ensku, og þótt ég geti að sjálfsögðu ekki talist dómbær í þeirri sök, fannst mér á
stundum að stíllinn hefði mátt vera Ijósari og framsetning ögn skýrari.
RITASKRÁ
Brame, Michael. 1976. Conjectures and Refutations in Syntax and Semantics.
Studies in Linguistic Analysis, Vol. 1. North-Holland Publishing Company,
New York.
Bresnan, Joan. 1972. Theory of Complementation in English Syntax. Doktorsrit-
gerð við M.I.T. [Síðar gefin út í ritröðinni Outstanding Dissertations in Lingu-
istics, Garland Publishing Inc., New York.]