Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 138
136
Orð af orði
Okkur þótti þetta eftirtektarvert fyrirbæri og vildum fá nánari vitneskju
um það hvort þessi mynd orðsins væri enn þekkt í mæltu máli og þá
hversu víða og var því leitað til útvarpshlustenda í þættinum „íslenskt
mál“. Fljótlega tóku að berast fregnir af þessari orðmynd, einkum af
Suðurnesjum og Suðurlandi, en einnig fréttist af henni á Suðaustur-
landi, austur á fjörðum og dæmi komu norðan úr landi. En áður en
þetta verður rakið nánar vil ég gera nokkra grein fyrir hinum bókfestu
dæmum sem vikið var að hér á undan.
Eitt elsta dæmi OH um þessa orðmynd er úr Náttúrufrœðingnum frá
árinu 1946: Bambusstöngin er notuð ýmist sem stjaki, eða .. . sem ári
(bls. 93). Einnig koma dæmi fyrir í bókum Halldórs Laxness og í bók
Guðmundar Daníelssonar, Verkamenn í víngarði, sem er safn viðtals-
þátta. Þar kemst kona úr Austur-Landeyjum svo að orði á einum stað:
. .. var okkur veifað úr sandinum, með skinnstakki sem festur var á ári
(bls. 190). í Brekkukotsannál Halldórs Kiljans Laxness segir svo á bls.
135: . . . lagði hann út ári, og við ýttum frá hleininni. Halldóri virðist
þessi orðmynd ekki ótöm því að hún kemur víðar fyrir í bókum hans
(t. d. í Paradísarheimt á bls. 228 og Guðsgjafaþulu, bls. 203).
í þessum dæmum kemur orðmyndin ári fyrir í nf., þf. og þgf. Ef litið
er á formið eitt leikur vafi á því hvort þessi orðmynd, ári, er hvorug-
kyn eða kvenkyn. Hvorugkynsmynd gæti þetta vel verið, sbr. dæmið hér
að framan: komið þið með árin. En undirtektir hlustenda við spum-
ingunni um þessa orðmynd sýndu að hér var einungis um kvenkyns-
mynd að ræða og verður nú vikið nánar að svörum þeirra.
Þess var áður getið að heimildir um orðmynd þessa bentu til Suður-
nesja og Suðurlands og staðfestu frekari eftirgrennslanir það því að af
þessum slóðum bárust okkur flest dæmi og gleggstar fregnir af beygingu
og notkun orðmyndarinnar. Heimildarmenn úr Grindavík, Ölfusi og
Landeyjum könnuðust vel við þessa orðmynd og nefndu dæmi eins og
ein ári og setningar eins og þetta er mín ári, réttu mér ári, damla með
ári. Heimildarmaður, sem upprunninn er austan úr Flóa og alinn upp
þar við neðanverða Þjórsá, kveðst vel muna eftir því úr æsku sinni á
þeim slóðum að notuð væri orðmyndin ári. Segir hann að orðið hafi þar
beygst eins og kvenkynsorðin heiði og mýri, þ. e. í nf. et. ári, þf. ári,
þgf. ári, ef. árar, í ft. árar o. s. frv. Þá bárust okkur dæmi af suðaustan-
verðu landinu og Austfjörðum og heimildarmaður á Tjörnesi minntist
þess að á yngri árum hefði hann heyrt einn nágranna sinn tala um að