Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 83
Illgresi í akri Noreens
81
burð um varðveislu /j-endingarinnar í germynd er að öllum líkindum
ritvilla. Kenning Noreens á ekki við rök að styðjast, dæmi hans standa
engan veginn undir svo róttækri kenningu.
4.
Lítum þá á varðveislu /)-endingarinnar í miðmynd. Það væri út af
fyrir sig ekkert útilokað, að endingin hefði getað varðveist þar, þótt hún
hefði horfið með öllu í germynd. Þannig er t. d. almennt álitið að mið-
myndarendingin í 1. p. et., -umk (ek fgrumk), geymi leifar frumnorrænu
endingarinnar -ö>-«, sem horfið hefur í germynd. Að vísu er þetta þó
að ýmsu leyti ósambærilegt.
Vitnisburður elstu handrita er skýr: þar sjást engin merki hinnar
fomu endingar í 3. p. et. í miðmynd; eina endingin er -sk, sem reyndar
er oftast ritað -sc (Specht 1891:10), þó kemur stöku sinnum fyrir -í (op.
cit.:20-24). í þeim handritum sem Larsson (1891) tekur yfir, koma fyrir
hundruð dæma um 3. p. et. fh. nt. í miðmynd, en ekki í einu einasta
tilfelli sést merki tannhljóðsins, ef marka má Larsson, og ekki heldur í
AM 677, 4to B (Leifar: 19-150), sem talin er rituð um eða skömmu
eftir 1200 (Hreinn Benediktsson 1965:xix).
Annað mál er það, að snemma er farið að skrifa z í stað s á eftir nn
og ll: finnzk, fellzk, þótt ekki sé það reglulegt í elstu handritum (Hof-
fory 1883:88-92, Specht 1891:14). Þetta hefur gjaman verið skýrt
þannig, að tannhljóð, t eða d, myndist þama sem e. k. sníkihljóð (Hof-
fory loc. cit., Seip 1938:367).
Þegar líður fram á 13. öldina kemur upp ruglingur á því, hvenær
ritað er -zk og hvenær -sk. Er m. a. farið að skrifa z þar sem hún á
ekki heima skv. uppruna. Þess gætir þó ekkert frekar í 3. p. et. fh. nt.
en t. d. í 3. p. ft. Reyndar em þegar í Stokkhólms hómilíubókinni ein-
stök dæmi um ts í stað s, en þau þurfa ekki að vera annað en ritvillur:
miNetsc 3. p. et. vh. nt. (Homiliu-bók:IIO35), vitraþetsc 3. p. et. fh. þt.
(13l3i), oþlatsc 3. p. ft. fh. nt. (96n), gþlatsc nh. (15824).
Jafnhliða þessum mglingi er hins vegar farið að nota z eina sem
miðmyndarendingu. Þannig hefur t. d. fyrri hönd Konungsbókar Grá-
gásar, frá því um miðja 13. öld, að því er talið er (Hreinn Benediktsson
1965:xxxi), 29 dæmi um -zk (þar af 3 á eftir t) og 30 um -z (þar á
meðal 4 finnz (-N-), 1 quaz og sagnbæturnar hylldz, gorz), en aðeins 10
um -sk (Grágás:3-55). Þarna em 49 dæmi þess, að skrifuð sé z þar sem
hún á engan veginn heima frá hljóðfræðilegu sjónarmiði, miðað við
íslenskt mál III 6