Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 164
162
Ritdómar
Þá er ekki minnst á orð eins og fugl-0 og vagn-0, né heldur orð af tegundinni
þjón-n og fíl-l, þótt slík orð megi teljast sérstakur undirflokkur fyrsta flokks, ekki
síður en orðin akur og himinn. Með því að fjalla þannig fremur um einstök orð
eða beygingardæmi en almenna flokkun og almenn sameiginleg einkenni missir
MP af tækifæri til að létta lesanda verulega lærdóminn. Þá leiðir MP hjá sér að
fjalla sérstaklega um kk. et. þgf., en það atriði (bát/báti) er einmitt eitt þeirra,
er erfiðleikum valda við íslenskukennslu og -nám, og því full ástæða að geta
þess að einhverju. Þá verður þess þráfaldlega vart, að hugtakið ending er engan
veginn nógu skýrt afmarkað og því þráfaldlega ruglað saman við hugtakið við-
skeyti. Um þverbak keyrir þó er ending kk. et. ef. er talin -ar í orðum eins og
hlátur (hlátr-ar), en -r í orðum eins og veggur (vegg-j-ar), bls. 55 og 57.
Um beygingu kvk.-no. er hægt að vera stuttorður, enda kvk.-beyging að mörgu
leyti einfaldari og viðráðanlegri en beyging kk.-orða. Á nokkur atriði skal þó
drepið. Full ástæða hefði verið til að geta beygingardæma, þar sem þgf. et. endar
á -u (sól-u, jörð-u), þar sem slík þgf.-ending er býsna algeng, a. m. k. í föstum
orðasamböndum. Á bls. 60 gætir ónákvæmni, þar sem talið er, að í kvk.-orðum,
sem enda á viðskeytinu -un (verslun) komi fram hljóðvarp (verslnn-ir), en hér
mun átt við hljóðskipti. — Þá virðist vanta með öllu beygingardæmi fyrir kvk.-orð,
sem mynda flt. með -r og /-hljóðvarpi (tá-tœr, ró-rær, þró-þrœr), en slík orð hafa
aðra beygingu en önnur orð, sem þó virðast eins að formi (skrá-skrár, rá-rár,
tó-tór), og því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir tveimur flokkum. Vegna þess
hve erfið slík orð reynast útlendingum, er læra íslensku, er nauðsynlegt að gera
slíkum orðum einhver skil.
Um veika beygingu kk.-orða er fjallað á bls. 62, þar sem talin eru upp fjögur
beygingardæmi, þar á meðal strœtó (ef. et. strœtó (??)). Ekki kannast undirritaður
við slíka veika beygingu, hvorki úr tal- né ritmáli. Óhætt mun að fullyrða, að slík
veik beyging sé afar sjaldsén, ef hún er til, og því villandi að setja upp heilan
undirflokk fyrir hana í stuttu yfirliti. Þá má teljast hæpið að flokka athugasemda-
laust saman orð eins og hani-hanar og eigandi-eigendur, og ófullnægjandi er að
gefa aðeins eitt beygingardæmi fyrir orð, sem enda á -ki, þar sem í sumum þeirra
er skotið inn j-i á undan a og u (einyrk-i, einyrk-j-a), en öðrum ekki (bank-i, banka).
Sama gildir um kk.-orð, sem enda á -gi (höfðing-i, höfðing-j-a-, fang-i, fang-a),
en á slík orð er alls ekki minnst. - Við umfjöllun um veik kvk.-orð eru beygingar-
dæmi eins og tunga-tungur og lygi-lygar spyrt saman í einn flokk, og kann það
að orka tvímælis. Hitt er verra, að MP leiðir hjá sér að fjalla um innbyrðis dreif-
ingu endinga í ef. ft. kvk.-orða, -na vs. -a, þ. e. ef. ft. taskna, bylgna, en fiðla,
smiðja, en hér er á ferð enn eitt vandræðabarn, sem brýnt er að taka tillit til.
Sem beygingardæmi fyrir sterka beygingu lýsingarorða eru gefin rikur, fagur,
blár, nýr, boginn, seinn, lítill og talinn og lítillega fjallað um hvert fyrir sig, án
þess að reynt sé að tengja beygingareinkenni þeirra saman, gera grein fyrir hvað
er sameiginlegt og hvað ólikt. Hér vantar tilfinnanlega yfirlit yfir ýmsar reglur,
sem eru algengar innan lo.-beygingar. Sem dæmi mætti enn í fyrsta lagi nefna
brottfall sérhljóða úr viðskeytum á undan sérhljóðsendingum (gamal-, gaml-,
sbr. líka no.-beygingu), í öðru lagi reglur um r í endingum (kvk. þgf./ef. et. og
ef. ft.), sem ýmist helst (rík-ri, full-ri), lengist (blá-rri) eða samlagast (gefur [dl]: