Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 164

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Page 164
162 Ritdómar Þá er ekki minnst á orð eins og fugl-0 og vagn-0, né heldur orð af tegundinni þjón-n og fíl-l, þótt slík orð megi teljast sérstakur undirflokkur fyrsta flokks, ekki síður en orðin akur og himinn. Með því að fjalla þannig fremur um einstök orð eða beygingardæmi en almenna flokkun og almenn sameiginleg einkenni missir MP af tækifæri til að létta lesanda verulega lærdóminn. Þá leiðir MP hjá sér að fjalla sérstaklega um kk. et. þgf., en það atriði (bát/báti) er einmitt eitt þeirra, er erfiðleikum valda við íslenskukennslu og -nám, og því full ástæða að geta þess að einhverju. Þá verður þess þráfaldlega vart, að hugtakið ending er engan veginn nógu skýrt afmarkað og því þráfaldlega ruglað saman við hugtakið við- skeyti. Um þverbak keyrir þó er ending kk. et. ef. er talin -ar í orðum eins og hlátur (hlátr-ar), en -r í orðum eins og veggur (vegg-j-ar), bls. 55 og 57. Um beygingu kvk.-no. er hægt að vera stuttorður, enda kvk.-beyging að mörgu leyti einfaldari og viðráðanlegri en beyging kk.-orða. Á nokkur atriði skal þó drepið. Full ástæða hefði verið til að geta beygingardæma, þar sem þgf. et. endar á -u (sól-u, jörð-u), þar sem slík þgf.-ending er býsna algeng, a. m. k. í föstum orðasamböndum. Á bls. 60 gætir ónákvæmni, þar sem talið er, að í kvk.-orðum, sem enda á viðskeytinu -un (verslun) komi fram hljóðvarp (verslnn-ir), en hér mun átt við hljóðskipti. — Þá virðist vanta með öllu beygingardæmi fyrir kvk.-orð, sem mynda flt. með -r og /-hljóðvarpi (tá-tœr, ró-rær, þró-þrœr), en slík orð hafa aðra beygingu en önnur orð, sem þó virðast eins að formi (skrá-skrár, rá-rár, tó-tór), og því er nauðsynlegt að gera ráð fyrir tveimur flokkum. Vegna þess hve erfið slík orð reynast útlendingum, er læra íslensku, er nauðsynlegt að gera slíkum orðum einhver skil. Um veika beygingu kk.-orða er fjallað á bls. 62, þar sem talin eru upp fjögur beygingardæmi, þar á meðal strœtó (ef. et. strœtó (??)). Ekki kannast undirritaður við slíka veika beygingu, hvorki úr tal- né ritmáli. Óhætt mun að fullyrða, að slík veik beyging sé afar sjaldsén, ef hún er til, og því villandi að setja upp heilan undirflokk fyrir hana í stuttu yfirliti. Þá má teljast hæpið að flokka athugasemda- laust saman orð eins og hani-hanar og eigandi-eigendur, og ófullnægjandi er að gefa aðeins eitt beygingardæmi fyrir orð, sem enda á -ki, þar sem í sumum þeirra er skotið inn j-i á undan a og u (einyrk-i, einyrk-j-a), en öðrum ekki (bank-i, banka). Sama gildir um kk.-orð, sem enda á -gi (höfðing-i, höfðing-j-a-, fang-i, fang-a), en á slík orð er alls ekki minnst. - Við umfjöllun um veik kvk.-orð eru beygingar- dæmi eins og tunga-tungur og lygi-lygar spyrt saman í einn flokk, og kann það að orka tvímælis. Hitt er verra, að MP leiðir hjá sér að fjalla um innbyrðis dreif- ingu endinga í ef. ft. kvk.-orða, -na vs. -a, þ. e. ef. ft. taskna, bylgna, en fiðla, smiðja, en hér er á ferð enn eitt vandræðabarn, sem brýnt er að taka tillit til. Sem beygingardæmi fyrir sterka beygingu lýsingarorða eru gefin rikur, fagur, blár, nýr, boginn, seinn, lítill og talinn og lítillega fjallað um hvert fyrir sig, án þess að reynt sé að tengja beygingareinkenni þeirra saman, gera grein fyrir hvað er sameiginlegt og hvað ólikt. Hér vantar tilfinnanlega yfirlit yfir ýmsar reglur, sem eru algengar innan lo.-beygingar. Sem dæmi mætti enn í fyrsta lagi nefna brottfall sérhljóða úr viðskeytum á undan sérhljóðsendingum (gamal-, gaml-, sbr. líka no.-beygingu), í öðru lagi reglur um r í endingum (kvk. þgf./ef. et. og ef. ft.), sem ýmist helst (rík-ri, full-ri), lengist (blá-rri) eða samlagast (gefur [dl]:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.