Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 121
Ljósmyndun af stöðu raddbandanna
119
hljóðanna. Fljótlega var farið að beita þessari tækni við rannsókn radd-
bandanna, en henni hefur einnig verið beitt við rannsóknir annarra
talfæra, t. d. við athugun á starfsemi tunguvöðvanna (MacNeilage &
Scholes 1964) og vöðva gómfillunnar (Fritzell 1969).
Gerð barkakýlisins er vel þekkt (Clasen & Gersic 1975; Broad 1973),
og Sawashima (1974) hefur gefið gott heildaryfirlit yfir aðferðirnar, sem
notaðar eru við rannsókn þess. Samkvæmt því, sem þekkt er, má gera
ráð fyrir, að raddböndin opnist við órödduð hljóð, en lokist við rödduð
hljóð. Því má gera ráð fyrir, að opnunin komi fram í starfsemi cricoa-
rytaenoideus posterior vöðvans og lokunin í starfsemi interarytaenoi-
deus vöðvans, sem lokar hvíslþríhymingnum og gerir því röddun mögu-
lega með algerri lágmarksloftnotkun. Einnig hafa aðrir vöðvar í barka-
kýlinu, bæði innri og ytri barkakýlisvöðvar, verið athugaðir, en rann-
sókn þeirra er mun skemmra á veg komin.
Eins og áður sagði, var nálrafskautum komið fyrir í áðurnefndum
vöðvum. Þar eð rafskaut skráir aldrei nema starfsemi hluta vöðvafram-
anna, getur verið vandkvæðum bundið að túlka niðurstöðurnar fyrir
allan vöðvann. Einnig getur starfsemi nálægra vöðva í líkamanum
komið inn á rafskautið og valdið traflunum, eins og átti sér stað undir
lokin í þessari tilraun. Hver vöðvi í líkamanum hefur sitt sérstaka raf-
straumsform, sem sérfræðingar þekkja greinilega. Á þessu rafstraums-
formi er unnt að sjá, hvort staða rafskautanna er rétt. Ennfremur er
hægt að fylgjast með öllum breytingum rafstraumsformsins á sveiflu-
sjá á hverju augnabliki.
Á myndum 1 og 2 á bls. 120-121 má sjá vöðvarafstraumsskráningu
interarytaenoideus og cricoarytaenoideus posterior við myndun [h] í
innstöðu í íslenzku. Á línu 2 má greinilega sjá, að starfsemi cricoarytae-
noideus posterior eykst á mörkum sérhljóðans og eftirfarandi [h]. Er
þetta einkum greinilegt á tímaréttu línunni (nr. 3). Af þessu má draga
þá ályktun, að [h] í þessari stöðu sé myndað af virkri opnu raddgluf-
unnar, sem hafi það hlutverk að tryggja, að nægilegt loft geti farið út
um raddglufuna, til að [h] verði heyranlegt og ennfremur að tryggja, að
loftþrýstingur í munnholi verði nægur fyrir eftirfarandi lokhljóð. At-
hyglisvert er, að opnunin hefst þegar innan sérhljóðans. Þannig má af
þessu telja alveg öruggt, að afsönnuð sé sú kenning Libermans (sjá
ritaskrá), að [h] í innstöðu sé eins konar áherzla eða angarmyndun. Ef
svo væri, ætti cricoarytaenoideus posterior að vera óvirkur, því að
raddglufan væri lokuð eða aðþrengd. Á línum 4 og 5 má hins vegar sjá,