Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Blaðsíða 17
15
Um kringdan framburð y, ý og ey í íslensku
slyttislega’. í físl. kemur líka fyrir lo. slyttinn ‘duglaus, linur’, og dæmi um
so. slytta ‘lægja, lygna’ og slytta kvk. ‘logn, hægviðri’ eru kunn frá 18. öld.
So. sluttast er líklega framburðarmynd af slyttast.
snyrða kvk. (físl.) ‘samhljóðaklasi eða -flækjaVsnurða kvk. (16. öld) ‘bugða;
snúningsgöndull á spunnum þræði, hnökri, ójafna’; í ætt við nno. snurast
‘hlaupa í snurður’ og sæ. máll. snurra kvk. ‘snúningsgöndull’, skylt ísl. snara
og snyr(8)ill. Ekki er líklegt að físl. og nísl. orðmyndin séu tvímyndir, önnur
hljóðverpt en hin ekki.
strykurkk. (físl.) ‘strekkingsvindur, hröð ferð, asi; ormm’/-strukur kk. (19. öld)
í samsetningum eins og froðustrukur kk. ‘froðurák (aftur af skipi)’ og
struk(k)lota kvk. ‘striklota, áfangi eða verkshluti sem unnið er að án hléa’;
sbr. nno. stryk kk. ‘sterkur straumur’ og ísl. strjúka so. og stroka kvk. no./so.
sybbinn lo. (nísl.) ‘syfjatSm’/subbinn lo. (nísl.) ‘syfjaður’ - sbr. líka syfjaður
lo. (lh. þt.) (lis\.)/sufjaður Io. (19. öld) ‘svefnþurfi, svefnþrunginn’. í báðum
þessum fyrrnefndu orðum er u algengt í framburði, þótt það sé lítt tíðkað
í riti. Sybbinn og subbinn eru vísast fremur ung orð mynduð með hliðsjón
af so. syfja, sufja, en tæpast er ástæða til að ætla að u í þessum orðum sé
síðar til komin vörun á y [1] sem misst hefði kringingu sína.
tyrfa kvk. (nísl.) ‘léleg kvíga, geðill kona’/turfa kvk. (18. öld) ‘tuska, hest-
trunta, léleg skepna, linjumenni, geðvond og leiðinleg manneskja’. Ólíklegt
er að hér sé um tvær ótengdar orðmyndir að ræða, aðra hljóðverpta en
hina ekki; frekar eru þetta tvímyndir sama orðs, komnar af *turfiðn, skyldar
nno. turf kk. ‘vanþrifaskepna, óásjálegur klaufabárður’. Orðin eru líklega
í ætt við nno. tarv kk. ‘tirja rifin flík, lítill og ómerkilegur hlutur’ (hljóð-
skipti).
tyrta kvk. (nísl.) ‘skapstygg, hvefsin kona, mannfælin skepna’/nirtin-turta kvk.
(Orðabók Blöndals) ‘tildurrófa’. Sbr. líka tyrta so. ‘erta, stríða’ og tyrtinn
lo. ‘önugur, hvefsinn’ (17. öld). Líklega skylt tyrra kvk. ‘önuglynd kona’
og tyrrinn lo. ‘afundinn, snefsinn’.
Ég hef nefnt hér að framan nokkrar víxlmyndir merkingarlíkra orða
með ýmist y, i [i] eða u [y] í stofni og reynt að færa að því líkur að hér
væru á ferð mismunandi framburðarmyndir sama orðs og u-myndin
vitni um fornt y í stofni þess. Eins og fram hefur komið er víxlan i og
u ein sér ekki fullgildur vitnisburður í þessu efni, einkum þar sem ekki
er unnt að styðjast við fommálið. Slík víxlan getur verið til komin á
mismunandi hátt (einkum í yngra máli). T. d. geta i og u verið arftekin
hljóSskiptahljóð, sbr. t. d. kind og kundur, hljóðverptar og óhljóSverpt-
ar orSmyndir geta víxlast á, sbr. krytur og krutur, þá geta áhrif hljóS-
líkra og merkingarskyldra orSa komiS hér viS sögu; og loks getur upp-
haflegt i einfaldlega hafa varast og orSiS u (y) fyrir áhrif grannhljóSa.
Dæmi em um slíka vörun i þegar (síSla) í fomíslensku, sbr. t. d. byskup
f. biskup, myklu{m) f. miklufm) o.fl. Þetta á sér líka stað eftir að y hefur