Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 138

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.1981, Side 138
136 Orð af orði Okkur þótti þetta eftirtektarvert fyrirbæri og vildum fá nánari vitneskju um það hvort þessi mynd orðsins væri enn þekkt í mæltu máli og þá hversu víða og var því leitað til útvarpshlustenda í þættinum „íslenskt mál“. Fljótlega tóku að berast fregnir af þessari orðmynd, einkum af Suðurnesjum og Suðurlandi, en einnig fréttist af henni á Suðaustur- landi, austur á fjörðum og dæmi komu norðan úr landi. En áður en þetta verður rakið nánar vil ég gera nokkra grein fyrir hinum bókfestu dæmum sem vikið var að hér á undan. Eitt elsta dæmi OH um þessa orðmynd er úr Náttúrufrœðingnum frá árinu 1946: Bambusstöngin er notuð ýmist sem stjaki, eða .. . sem ári (bls. 93). Einnig koma dæmi fyrir í bókum Halldórs Laxness og í bók Guðmundar Daníelssonar, Verkamenn í víngarði, sem er safn viðtals- þátta. Þar kemst kona úr Austur-Landeyjum svo að orði á einum stað: . .. var okkur veifað úr sandinum, með skinnstakki sem festur var á ári (bls. 190). í Brekkukotsannál Halldórs Kiljans Laxness segir svo á bls. 135: . . . lagði hann út ári, og við ýttum frá hleininni. Halldóri virðist þessi orðmynd ekki ótöm því að hún kemur víðar fyrir í bókum hans (t. d. í Paradísarheimt á bls. 228 og Guðsgjafaþulu, bls. 203). í þessum dæmum kemur orðmyndin ári fyrir í nf., þf. og þgf. Ef litið er á formið eitt leikur vafi á því hvort þessi orðmynd, ári, er hvorug- kyn eða kvenkyn. Hvorugkynsmynd gæti þetta vel verið, sbr. dæmið hér að framan: komið þið með árin. En undirtektir hlustenda við spum- ingunni um þessa orðmynd sýndu að hér var einungis um kvenkyns- mynd að ræða og verður nú vikið nánar að svörum þeirra. Þess var áður getið að heimildir um orðmynd þessa bentu til Suður- nesja og Suðurlands og staðfestu frekari eftirgrennslanir það því að af þessum slóðum bárust okkur flest dæmi og gleggstar fregnir af beygingu og notkun orðmyndarinnar. Heimildarmenn úr Grindavík, Ölfusi og Landeyjum könnuðust vel við þessa orðmynd og nefndu dæmi eins og ein ári og setningar eins og þetta er mín ári, réttu mér ári, damla með ári. Heimildarmaður, sem upprunninn er austan úr Flóa og alinn upp þar við neðanverða Þjórsá, kveðst vel muna eftir því úr æsku sinni á þeim slóðum að notuð væri orðmyndin ári. Segir hann að orðið hafi þar beygst eins og kvenkynsorðin heiði og mýri, þ. e. í nf. et. ári, þf. ári, þgf. ári, ef. árar, í ft. árar o. s. frv. Þá bárust okkur dæmi af suðaustan- verðu landinu og Austfjörðum og heimildarmaður á Tjörnesi minntist þess að á yngri árum hefði hann heyrt einn nágranna sinn tala um að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.