Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Side 41

Nýtt og gamalt - 01.02.1914, Side 41
— 4i Samkvæmt þessu ætti þá að vera hægt að »sanna« tilveru djöfulsins A þessa leið: N. N. er svo vondur maður, að sál hans hlýtur að vera gagntekin af djöflinum, en fyrst sál hans er svo haldin, hlýtur djöfullinn að vera til. — Þér sjáið á þessu, góðir menn, að margt má »sanna« með »hugs- unarreglum vísindanna«. Vera má að eg ætti ekki að segja það, af því að það kunni að særa einhvern, en svona er það samt, að mér virðist vísindunum engin sæmd gerð með því að bendla þau við Jesúdýrkun nýju guðfr. — Skyldi það vera af því að eg sé ekki hugs- andi maður sjálfur, að mér virðist t. d. nokkur hugsanaþoka og ósam- kvæmni koma yfir roarga há- lærða nýguðfræðinga undir eins og þeir fara að tala eða skrifa um Jesúm Krist ? — Merkur nýguðfræðingur og pró- fastur, norskur, sem Færden hét, (f 1912) segir t. d, likt og margir ffeiri flokksbræður hans, að aðalmun- ur eldri og yngri stefnunnar sé í því fólginn, að eldri stefnan leggi aðaláherzluna á ytri hjálpræðisathafn- ir í llfi Jesú, — sem þó sé næsta

x

Nýtt og gamalt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.