Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Page 46

Nýtt og gamalt - 01.01.1915, Page 46
44 gæta þess hvort jeg væri ekki Þjóð- verji, sem hefði óhlýðnast útlegðar- skipuninni, og væri enda njósnarmaður. Þeir voru nærri heila stund að rann- saka þetta. Skilríki mín sýndu að jeg var Norðmaður, en þeir vefengdu þau, treystu heldur ekki skjali frá lög- reglunni í Antverpen. „Þess háttar skjöl getur hver maður haft“, sögðu þeir. — Þeir þóttust vissir um að Þjóðverji byggi í húsinu; sennilega hafa einhverjir nágrannar mínir sagt þeim það. Getur líka verið að fyrirlið- inn hafi haldið að Norvegur væri fylki i Þýskalandi. Hann skildi ekki þýsku. Sannleikurinn var, að ýmsar líkur voru gegn mjer frá sjónarmiði kaþólskra Belgja. Við hjónin töluðum þýsku í búðunum, til þess að gjöra þeim hægra fyrir sem skildu ekki frönsku, enda vorum við ekki vel fær í henni. Jeg var prótestantatrúar, eins og keisar- inn þýski — villutrúarmaður, og þvi uppreisnarmaður gegn hinni sönnu kirkju, að þeirra dómi. Jeg sagðist vera prestur, en það var ekki presti líkt, að eiga konu og 3 börn! — „Prestur hlýtur að vera ókvæntur", sögðu þeir. Svo bættist það við, sem jeg reyndar vissi ekki þá. sem betur fór, að Belgir höfðu rekist á þýska njósnarmenn í kaþólskum presta- skrúða. Því var prestsnafnið fjarri því að vera mjer meðmæli. Þeir leituðu vandlega, ráku nefið i

x

Nýtt og gamalt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýtt og gamalt
https://timarit.is/publication/853

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.