Vera - 01.05.1983, Side 3

Vera - 01.05.1983, Side 3
Til Veru Ekki óraði mig fyrir að svoiui erfittyrði að setjast niðttr og orða hugsanir sínar á blað. Ekki vafðist þetta fyrir undirritaðri, þegar hún sat á skólabekk, og Ijúfsár Ijóð — misjöfn að gœðum að vísu —seytluðu fram úr hennar penna. Pá var ort um mikil örlög og ástir á andvökunóttum. — Petta var indœl tíð. Síðan tók alvara lífsins við. Baráttan fyrir brauðinu. Sem einstœð móðir lét ég hana þoka öllum Ijóðrœnum tilþrifum til hliðar. Reyndar var þetta ekki bara barátta um brattð. Petta var líka barátta við alls konar fordóma og félagslegt misrétti sem einstæðar mœður hljóta að kannast mœta vel við. — Nóg um það. A þessum sorglausu skólaárum, þegar Ijóðrœnan og rómantíkin svifu yfir vötnum, var lítið rœtt í mínum skóla um konur og kvenfrelsisbaráttu. Rétt eins og hún hefði aldrei verið dl. Raunar má teljast furðulegt að engar okk- ar skyldtt hafa tekið sameiginlegt söguverk- efni um t. d. baráttu verkakvenna fyrir bœtt- ttm kjörttm fyrr á öldinni - en sögukennar- inn var karl - og hvatningu til þess arna fengum við ekki. Nei, við klœddumst stuttu pilsunum okkar í frostinu, fórum í lagningu fyrir skólaböll (vöfðttm síðan hátrið með klósettpappír næstu nætur svo greiðslan héldist lengur) og vorum vinstri sinnaðar á einhverju óljósu plani. Pað er ekki þar með sagt að úr þessu musteri viskunnar hafi ekki síðar streymt mikill hópttr duglegra kvenna, sem hafa víða haslað sér völl. Við vorum bara ekki vakn- aðar. Síðan eru liðin mörg áir. Og þegar ég lít um öxl (gömttl konan!) og rifja upp ár Rauðsokkahreyfingar, kvenna- dags, kvennaframboðs og kvennalista —svo eittlivað sé talið, finnst mér e. t. v. ánœgju- legust sú stefna kvenfrelsisbaráttu sem fyrst var mörkuð hjá kvennaframboðinu. Að konur séu metnar á sínum eigin forsendum til jafns á við karla, að við séum stoltar af okkar reynslu, þekkingu, tilfinningum og skoðunum, sem engan veginn ertt eða þurfa að vera eins og karla. Mér fannst nefnilega örla á því á tímabili að við sem aðhylltumst jafnréttissjónarmið og ræddttm þau, skömmuðumst okkar dálítið fyrir að tala kvennamál (öll mál eru jú kvennamál), en þará ég við fæðingar, meðgöngu, barnaupp- eldi, svo einhver séu nefnd. Ekkert er eðli- legra en að við ræðum þessi mál eins og önnur. Pau eru stór hluti okkar daglega lífs. Pannigstyðjum við hver við bak annarrarog öðlumst þrek til að takast á við ,,hin málin Baráttukveðjur. Aiiður Já, Auður. það hefur ábyggilega hent flestar okkar sem höfum sest við skriftir að rekast á hversu erfitt það er. En þá er betra að gefast ekki upp. Við þökkum þér fyrir bréfið og mælum með því að þú reynir að finna tíma til áframhaldandi skrifta. Það væri líka mjög gaman ef þú ættir svo sent eins og eitt ljóð handa Veru. Ritnefnd. Reykjavík, 17.4.'83. Vera. Mig langar að skrifa ykkur nokkrar línur og þakka ykkur fyrir blöðin sem þið hafið sent frá ykkitr, mér líka þatt mjög vel. Pað er ekki mín sterkasta Idið að skrifa bréf (frekar en að tala á fundum) svo að ég veit ekki livernig þetta fer, en það má reyna. Tilefni þessa bréfs er að ég var að hlusta á Kvennalistakonurnar í útvarpinu og varð ég fyrir vonbrigðum því mér fannst þær ekki gera málum símtm nógu góð skil. Kvenna- listakonurnar konui síðan í sjónvarpið og þar komu þœr mjög vel út ctð því mérfannst. Pá er komið að því sem mér finnst um okkur konurnar, við getum tjáið okkur um allt sem við viljum þegar við sitjum yfir kaffibolla, hvort sem er heima í eldhúsi eða í vinnunni, en efvið eigum að tala til dœmis á fundum þá er eins og við séttm málheftar. Við komum ekki upp neinu orði, við erum hræddar - en við hvað? (í því verkalýðsfélagi sem ég er í eru konur í meiri hluta en þar eru það karl- arnir sem alltaf tala og það er ekki af því að við konurnar komumst ekki að). Konur, við verðum að venja okkur af þessu. Pótt við kunnum ekki öll þau orð sem karlarnir nota „og enginn skilttr“ verðum við að fara að tala fyrir okkur sjálfar. Kvennaframboðskonur, þakka ykkur fyrir það sem þið eruð að gera og reynið að fá konurnar sem vinna inni á heimilunum meira með. Með kveðju, H. A. Við þökkum þér kærlega fyrir brcfið, H. A., og tökum undir það með þér að við konur verðum að venja okkur af því að þegja allt- af. (Og svo er sagt að konur tali allt of mikið!) Við viljum líkagjarnan fá þær konur sem starfa heima með í baráttuna og í síð- ustu Veru var reyndar bréf frá heimavinn- andi konu þar sem hún lýsir þeirri togstreitu sem hún á í. Gaman væri að vita hvort fleiri konur eiga í slíkri baráttu. Látið okkur heyra frá ykkur, þið heimavinnandi hús- mæður! Ritnefnd. Kœra Vera! I dag kemur bréf frá Pýskalandi. Eg hef lesið mikið í fyrstu tölublöðum Vertt - ekki öll afþví að ég er enn að læra íslensku. Eg er hrifin! Maðurinn minn og ég vorum hissa að sjá þetta fallega blað. Pað beraf öðrum blöð- um! Eg veit ekki Itvort það er blað eins og Vera hjá okkur. Sennilega hjá róttækum feminist- um (t. d. EMMA), en ég hugsa ekki eins og þær. Mér líkar vel „hvatning til athugunar”, þarefast Vera ttm hefðbundin kvenhlutverk. Vera fordæmir ekki karlinn eins og það er gert hjá róttækum. Pvert á móti er athygli kventut vakin á að halda ekki áfram að vera í gömlu hlutverki, heldttr að gera eitthvað: ,,virkni í stað óvirkni". Við konur skuhim verða sjálfstæðari! Vera á Islandi hefitr áhrif á hugsanir mínar á Pýskalandi. Ég reyni t. d. að framkvœma þær á ráðssamkomu for- eldra barnaskólans okkar. En ég spyr mig og Veru hvort þetta blað snúi sér til allra kvenna eins og það væri að óska. Mér sýnist að margar sem eru ennþá óvirkar vilji ekki lutgsa um lífsitt. Pær eru ánægðar með stöðu sína og vilja alls ekki breytasl. Er þetta ekki háð menntun? Pess vegna hef ég áhuga á að vita hve mörg prós- ent af lesendum Veru eru verkakonur, hús- mæður, komtr með starfsmenntun eða menntakonur. Ég óska Veru alls hins besta. Ulrike Höfer. Kæra Ulrike. Vera þakkar þér hólið og heillaóskirnar og þakkar þér kærlega fyrir bréfið. Því mið- ur er ekki vitað hvernig lesendahópur Veru skiptist eftir starfsstéttum, en trúlegt er að menntakonur séu þar í meirihluta. Það er e. t. v. eðlilegt því það eru helst þær sem hafa tíma til lesturs og til að velta fyrir sér stöðu sinni. Ritnefnd.

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.