Vera - 01.05.1983, Side 21

Vera - 01.05.1983, Side 21
LEIKTÆKJA- OG SPILASALIR Arðbœr útgerð A undanförnum mánuöum liafa leiktækja- og spila- kassar á vegum veitingahúsa og söluturna sprottið upp eins og gorkúlur í Reykjavík. Flestir þessir staðir hafa haldið uppi rekstri leiktækjanna án leyfis borgaryfirvalda °g er nú svo komið, skv. upplýsingum lögreglu að starf- rækt eru 65 leiktæki á 22 mismunandi stöðum í borginni. ^eröi ekki gripið í taumana og leitað nýrra lausna munu þessir staðir væntanlega hljóta formlegt leyfi verði skil- yrðum, skv. neðangreindum tillögum um heimild til reksturs leiktækja, fullnægt. Furðulegt getur talist að þeir ^tðilar sem rekið hafi slíka starfsemi í óleyt'i langtímum saman fái nú þetta leyfi án lítillar fyrirstöðu. Ftér er greinilega um arðbæra útgcrð að ræða fyrir eigendur leiktækjanna og þcir víla ekki fyrir sér að gera út á börn og englinga þó að útgerðin sé lagabrot. Veitingaleyfi leysir vandann Þetta ástand varö til þess að fulltrúi Kvennaframboðs í horgarráði greiddi ein atkvæöi gegn enn nýjum leiktækja- sal sem sótt var um leyfi fyrir. Málið var rætt í borgar- stjórn í byrjun mars og þar var samþykkt að endurskoða þær reglur sem nú gilda um leiktækjasali. Skv. núgildandi reglum má ekki reka knattborð, spilakassa eða leiktæki séu þau meginhluti starfsemi viðkomandi staða. Tillögur um breytingar á reglunum ganga út á það að aðeins megi veita þeim sem hefur veitingaleyfi leyfi til að reka knatt- borð, spilakassa eða leiktæki. Einnigergerð tillaga um að slíkir staðir verði bannaðir börnum innan 12 ára nema þau séu í fylgd með fullorðnum. Skoðanir foreldra taldar óþarfar Okkur finnst þessar tillögur ekki ganga nógu langt vegna þess að við teljum að hér sé um að ræða stærra mál en stundarafþreyingu fyrir börn og unglinga. Fyrri umræða um þetta mál fór fram á síðasta borgarstjórnar- fundi. Fulltrúar Kvennaframboðs lögðu þar til að breyt- ingartillagan yrði send foreldrafélögum til umsagnar. Þessi tillaga okkar fékk aðeins okkar atkvæði. Okkur 21 f

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.