Vera - 01.05.1983, Síða 26

Vera - 01.05.1983, Síða 26
FYRSTI FEMINISTINN Sagt frá Christine de Pisan, kvenréttindakonu frá 14. öld. Sagði ekki einhver að ekkert vœri nýtt undir sól- inni? Þeir eru ekki margir sem hafa velt fyrir sér nafni Christine de Pisan. Þó var hún fyrsta konan í Frakklandi sem gat réttilega borið titilinn „hin iærða“. Christine var uppi á árunum 1363-1431 og báru samtímamenn hennar hana gjarnan saman við þá Cicero og Cato. Hún þótti málsnillingur mikill og vitur mjög. Chri'stine var einnig einn af frumherjum kenningarinnar um eðlilegt jafnrétti milli kynjanna. ,,Hinn kvenlegi heiður“ Christine fæddist í Feneyjum en fimm ára gömul fór hún til Frakklands. Föður hennar hafði boðist staða við hirð Karls V. (hann ríkti 1364-1380) sem reyndi að laða að sér hámenntaða menn. Kornung giftist hún Etienne de Castel, manni sem var mjög dáður meðal hirðarinnar og eignaðist með honum fjögur börn. Hjónaband þeirra varð stutt, hún varð ekkja aðeins 26 ára gömul. Við dauða eiginmannsins varð staða Christine fremur bágborin. Hún hafði misst föður sinn nokkrum árum áður og stóð nú ein uppi, eignalítil með fjögur börn. Hún greip því til þess ráðs að skrifa ljóð til þess að framfleyta fjölskyldunni. Ljóðum hennar var vel tekið, sérstaklega við hirðina og hún vann brátt hylli Karls VI. (1380-1422) og síðar hins áhrifamikla hertoga af Burgundy, Philips, sem réð hana til þess að skrifa um líf Karls V. Fyrir konu var það stórkostlegt afrek að vera virt sein ljóðskáld í Frakklandi á 14. og 15. öld. En Christine lét sér það ekki nægja, hún fór feti framar. í verkum sínum og þá sérstaklega í fíréfi til ástarguðsins (Epistre au dieu d'amours) tekur hún sér óhrædd stöðu sem málsvari „hins kvenlega heiðurs" — hún sættir sig ekki við þau viðhorf sem birtust í verkum rithöfunda þessa tíma. Þegar verk Christine eru lesin verður að hafa það í huga að hún lifði í þjóðfélagi þar sem karlar drottnuðu. Þrátt fyrir þá aðdáun sem „kvenímyndin" naut, sérstaklega meðal hirðarinnar, þá var heimur 14. og 15. aldar heimur karlmannanna. Þcir ríktu á öllum sviðum; í réttvísinni, í fræðimennsku og á vígvellinum. Konur voru samkvæmt rómverskum lögum ekki fjár síns ráðandi en þessum lögum var ekki breytt í margar aldir í Frakklandi. Kirkjan notfærði sér þetta oft því samkvæmt kirkjurétti voru konur veikgeðja og hættulegar verur; þær voru hinar „illu dætur Evu“ og báru ábyrgð á vandræðum karlanna. Þær voru „hlutir“ sem feður og verndarar höfðu til ráðstöfunar og þá sérstaklega hvað varðaði giftingu. umræðu og Roman de la Rose. Þetta var geysivinsælt verk eins og sjá má af þeim fjölda þýðinga sem gerðar voru en einnig hefur efni verksins verið sviðsett í myndvefnaði og ntálverkum og oft var vísað til þess í skrifum samtímamanna höfundar. Það var þetta vel þekkta verk sem Christine réðist á, eða nánar til tekið seinni hluti þess. Meira en öld leið frá því Jean de Meung birti sinn hluta verksins þar til prentuð mótmæli birtust gegn hug- myndurn hans. Hugmyndir de Meung byggjast á því að hann tekur líkamlega ást fram yfir hina andlegu — konan er ekki vitsmuna- vera í hans augum heldur er hún duttlungafull daðurdrós. Það voru fleiri en Christine sem lentu í þessari deilu því rekjor háskólans í París hafði eldað grátt silfur við nokkra aðdáendur og lærisveina skáldsins og sögusagnir herma að fjöldi hirðkvenna hafi ætlað að hýða skáldið vegna klúryrtra skrifa hans um kvenfólk. Það er sennilegt að Christine hafi gert sér betri grein fyrir stöðu kvenna í Frakklandi þar sem hún var útlendingur, fædd á Ítalíu en kom síðar til Parísar þar sem hún menntaðist og giftist síðan manni við hirðina. Þannig var það útlendingurinn Christine, sem varði kynsystur sínar í Frakklandi gegn ásökunum Jean de Meung og lærisveina hans. Christine var ntun betur menntuð cn konur almennt á þessum tímum. Hún hafði meðal annars öðlast góða þekkingu á latínu og víða má sjá merki þess í verkum hennar að hún var vel að sér í latneskum bókmenntum. Það má einnig geta sér þess til að Christine hafi lært töluvert í sambandi við lög vegna þeirrar reynslu sem hún öðlaðist þegar hún, sem ung ekkja með fjögur smábörn, varð að standa í erfiðum málaferlum til þess að reyna að ná eignum hins Iátna eiginmanns síns. Hún hafði ekki erindi sem erfiði því að í lok málaferlanna stóð hún uppi eignalítil. Þessi barátta gefur e.t.v. einhverja skýringu á því með hvílíkum ákafa Christine berst fyrir auknum rétti kvenna. Hún var ein örfárra samtímamanna sinna sem gerði sér grein fyrir því ósamræmi sem fólst í því að syngja um ástir riddara til þjóðfélags sem leit konuna slíkum óvirðingaraugum eins og fram kom í Roman de la Rose. Ef slíkar árásir voru réttlætanlegar, á hverju átti menning kvenna þá að grundvallast? Ritdeila um konur Það er vart hægt að tala um feminisma í Frakklandi fyrr en á tímum endurreisnar. Og þó — á þeirri öld sem á undan leið hafði feminismi einmitt orðið valdur að mikilli deilu. Hún hófst í upphafi 15. aldar og var aðalorsök hennar bókin Roman de la Rose eftir Jean de Meung. Ekkert bókmenntaverk miðalda fékk aðra eins 26

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.