Vera - 01.05.1983, Page 31

Vera - 01.05.1983, Page 31
E: Ja, hvernig á maður að svara því? Eigum við þá að fara að halda sérstaka menningardaga karla? Það er í sjálfu sér allt í lagi að halda svona hátíðir, en ég sé samt ekki þörfina fyrir þær. Nú þekki ég þetta nokkuö vel. Eg hcf verið kennari og skólastjóri við myndlist- arskóla í 14 ár og hef fylgst mjög vel með því kvenfólki, sem þar hefur verið og hvernig því hefur reitt af að námi loknu. Ég get ekki séð að þær hafi staðið sig neitt ver í að koma sér á framfæri í starfi, en karlpeningurinn sem þar var. Ég er ekki ánægður með þegar sagt er að konur séu bældari og fái færri tækifæri en karlar. Þess má líka geta að það hefur átt sér stað ánægjuleg þróun í Myndlista- og handíðaskólanum undanfarin ár. Konur sem cru komnar um og yfir þrítugt hafa streymt inn í skólann. Skýringin er sú, aö þær hafa ef til vill gifst upp úr tvítugu og eignast börn. Þegar börnin hafa verið komin vel á legg, hafa þær sótt inn í skólann. Ég verð að segja, að oft eru þessar konur bestu nemendur skólans, vegna þess að þær hafa náð betri andlegum þroska, heldur en yngri nemendur hans. Þær hafa einnig hvetjandi áhrif á aðra. í framhaldi af því sem viö vorum að fjalla um hér áðan, þ.e. stöðu kynjanna í myndlist vil ég nefna, að þegar fólk fer að starfa að námi loknu, keniur í ljós, að margar af þessum konum, sem ég nefndi eiga eiginmenn sem eru í góðum stöðum og þurfa því ekki að hafa fjárhagslegar áhyggjur við listsköpun sína. Þær geta þessvegna náð meiri þroska í list sinni en karlpeningurinn, þar sem þær hafa örugga fyrirvinnu. Karlmenn- irnir verða að treysta meira á sjálfan sig. Konurnar fara ekki að vinna fyrir þeim, þó þeir séu giftir, ekki nema í einstaka tilfellum. Gamla listamannarómantíkin, þar sem konan fórnaði sér fyrir karlmanninn er búin að vera. Það hallar því frekar á karlpening- inn, heldur en hitt. Sp: Hvað finnst þér um tillögur Kvennaframbodsins um aö útbúnir verði léttir fceranlegir pallar til notkunar við tónleikahald og leik- sýningar? E: Það er nú ekki búið að ræða tillögur Kvennaframboðsins í stjórninni. Þaö hefur staðið til, en dregist. Almennt eftir lestur þessara tillagna finnst mér þær bera keim af því, að farið hafi veriö í lyrri fundagerðabækur Kjarvalsstaða og þær samdar upp úr þeim. Margt í þeim eru svo sem ágætis hugmyndir, sem komið hafa fram í gegnum árin, en ég hefði viljað sjá dálítið nýrri hugmyndir. Sp: Nú hefur því verið fleygt að Ríkisútvarpið œtli að hœtta upp- tökum á tónlist á Kjarvalsstöðum sökum hávaðans i loftrcestikerf- inu, hvencer stendur til að því verði breytt? E: Því veröur ekki breytt. Þetta hús er byggt fyrst og fremst sem myndlistarhús og það mundi kosta óhemju fé að rífa allt loftræsti- kerfið í burtu og það verður að gera, ef minnka á hávaðann. Sp: En nú er ekkert tónleikahús til, sem borgin rekur? E: Nei, en það er veriö að byggja leikhús og stefna þessa meiri- hluta hefur verið í gegnum árin að hafa alltaf á döfinni eina stóra menningarframkvæmd. Ég er ekki á því aö breyta eigi Kjarvals- stöðum í tónleikahús, eða aö þeir eigi að geta þjónað öllum list- greinum. Nú eru haldnir þarna tónleikar, en vissulega eru tóngæð- in ekki I. flokks. Sp: Hvað með loftið sem byggt var fyrir loftgluggana, sem áttu að hleypa clagsbirtunni að listinni á veggjunum? A að breyta því? E: Við í stjórninni erum öll sammála um, aö það verði tekið niður. Allir aðilar, bæði fulltrúar myndlistarmanna, Kvennaframboðs og Sjálfstæðisflokks eru sammála um að það verði tekið niður og hannað verði nýtt og léttara loft þess í stað. Það er búið að vísa þessu máli til byggingardeildar borgarinnar og þeir eiga að sjá um að láta hanna nýtt loft og lýsingu. Það var veitt fé til þess á þessum fjárlögum og við erunt að vonast til að hægt verði að gera þetta í byrjun næsta árs. Sp: Nú hefur verið samþykkt að koma upp útileiksviði á Klambra- túni, hvað líður byggingu þess? E: Það var sett undirnet'nd í þetta mál þegar þessi stjórn tók við. Hún kom með ágætis punkta um Klambratún. þar á meða! hug- mynd um létt útisviö. Við fengum Ivan Török til að gera tillögur að því, en það hefur ekkert komið frá honum enn. En það þarf að reka betur á eftir því og það verður gert fljótlega. Við vorum fyrst og fremst með í huga að hafa þetta færanlegt lciksvið, sem hægt væri að nota víðsvegar um bæinn. Þá þarf einnig að koma upp á lýsingu á Klambratúni. Ég vona að hún komist í gang ef til vill um leið og Tívolíið. Það hefur nefnilega veriö samþykkt að reka Tívolí á Klambratúni til reynslu í sumar. Það er að vísu ekki á vegum borgarinnar heldur Kaupstefnunnar í Laugardal, sem heldur stóru vörusýningarnar. Margir eru smeykir um að garðurinn muni ekki þola það, þar sem gróðurinn er viðkvæmur, en þetta er tilraun. Lýsingin á Klambratún er nauðsynleg strax. Klambratún má ekki verða neinn Hyde Park. Því miður hefur fólk orðið fyrir árásum á túninu. Sp: Pú sagðir áðan, að þér fyndist þessur tillögur frá Kvennafram- boðinu ekki nógu nýstárlegar, þar sem þœr vœrtt samdar upp úr gömlum fundargerðum. Hverju hafðir þú búist við frá Kvenna- framboðinu? E: Ég bjóst ekki við neinu sérstöku. En kannski tillögu um ein- hverjar sérstakar sýningar. Það kom að vísu ein frá Sigríði Dúnu um mannfræði rannsóknir. Ég er ekki óánægður með þessar tillög- ur, þú mátt ekki skilja það svo, það er margt gott í þeim. Sp: Nú, þetta með menningardaga kvenna er kannski það sem veg- ur þyngst í þeim, en mér skilst að þœr hafi ekki enn verið rœddar í

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.