Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 3

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 3
Skipting efnislegra gæða Ágæta Vera. Þegar barnið okkar kemur hágrátandi inn til okkar, getum við þá huggað það og sagt að ekkert sé að óttast ef við vitum ekki hvað hefur hrætt það, ef við getum ekki vísað til hundsins, bílsins eða krakkaskarans? Eins er það með kjarnorkuvána. Þurfum við ekki að gera okkur nokkuð skýra grein fyrir orsökum hennar um leið og við berj- umst af fulium krafti gegn henni. Baráttan gegn kjarnorkuvopnum er rétt að hefjast, við vitum ekkihversu stór þáttur hún verður i h'fi barna okkar eða hvers konar barátta kann að taka við af henni. í leiðara síðasta blaðs ykkar stendur. „Engann þarf að undra þó einmitt við konur reynum að standa saman gegn þeim vígahug og því vopnaskaki, sem einkennt hefur mann- kynssöguna og löngum hefur verið kennt við karlmennsku. “ Víst er að karlmenn hafa haft ríkjandi stöðu i samfélagi manna. Einnig er Ijóst að stríð hafa verið markvissir atburðir i þróun menningarsamfélags okk- ar. En ekki telur Vera að sökina á stríði eigi feðurnir og makar? Hvar er skýringarinnar þá aðleita? Hvað er Karlmennska? Efhún ermeðfætt fyrirbæri sem leiðir óhjákvæmilega af sér árásargirni, þá hlýtur kvenleiki líka að vera meðfætt fyrirbæri, sem leiðir óhjákvæmi- lega af sér undirokun. Eða er karlmennska og kvenleiki ekki fremur félagslegt og sögulegt fyrirbæri. Og hvað er stríð? Er það sprottið af nátt- úrulegri árásargirni eða er það mannfél- agslegt fyrirbæri? Ég er á þeirri skoðun að „karlmennska", kvennakúgun og strið sé allt saman sprottið af þriðja þættinum, - sem er að vísu ekki einfalt að henda reiður á, - en það er hvernig efnalegum gæðum er skipt á milli manna: forstjóra - verka- manns, karls - konu, Vesturlandabúa - Nigeriubúa. Stríð er sprottið af heims- valdastefnu, íheimsvaldastefnu felstásókn í og yfirráð yfir auðlegð þjóða. Þetta er hinn sami þátturog erþess valdandi að ólaunuð heimilisstörferu vanmetin, að á vinnumark- aði eru konur lang lægst launaðar, að þörf- um óarðbærra barna, unglinga og gamal- menna erekki sinnt, að ráðamesti hópurinn í þjóðfélaginu hefur engan áhuga á að láta eitthvað af hendi rakna til dagheimila og betra skólakerfis, þvi núverandi lausn er þeim ódýrust. Er það ekki hið mesta þarfaþing að Vera fjalli um það efni sem siðar getur orðið efni- viður i seinnipartinn af þeirri visu, sem nú þegar hefur verið hálfkveðin? Þ.e. að hún fjalli um þann þátt sem er skipting efnis- legra gæða i sögulegu og hversdagslegu lífi kvenna og þá annarra undirokaðra hópa. Þetta þýðir þó ekki að við eigum að sleppa andlegu hliðinni i umræðunni. Loks langar mig að taka undir það sem sagt var i síðasta blaði, að við þurfum fleiri málgögn, fleiri blöð og stöðugt nýjar hug- myndir. í þvi tilviki: væri ekki sniðugt að Vera birti lista yfir nöfn og heimilisföng kvenfrelsisblaða á hlnum Norðurlöndun- um og jafnvel eitthvað um innihaldið í hverju. Bestu kveðjur, Birna. Kæra Birna! Við þökkum þér athyglisvert innlegg og góðar ábendingar. Ekkert finnst okkur eins ánægjulegt og að fá viðbrögð við því sem við erum að gera. Við erum þér fyllilega sammála um að karlmennska og kvenleiki eru öðru fremur félagsleg og söguleg fyrirbæri. Éf við vær- um ekki þeirrar skoðunar, þá sætum við heima með hendur í skauti. En einmitt vegna þess aö við erum þeirrar skoðunar að maður fæðist ekki kona, heldur verði það (stolið frá Simone de Beauvoir), þá berjumst við gegn þeim kynhlutverkum sem konum og körlum eru innrætt frá unga aldri. Það verður líka að segjast eins og er að það er sitt hvað karlmennska og karl- mennska. Þess vegna segir líka í þeim leið- ara sem þú vitnartil: „Séum við ekki reiðu- búnar til að kveða niður þá tegund karl- mennskunnar (sem kennd er við vígahug) er hætt við að mannkynssögunni Ijúki á snögglegan og hrollvekjandi hátt.“ Það gefur nefnilega auga leið að með hinu ríkj- andi kyni hljóta að þróast ýmsir jákvæðir hæfileikar og kostir. Spurningin stendur um það hvernig þeim er beitt. Með hinu kúgaða kyni þróast ekki síður jákvæðir hæfileikar og kostir. Spurningin stendur um það hvernig þeim er haldið niðri og þeir van- metnir. Þú spyrð hvort ekki sé hið mesta þarfa- þing að VERA fjalli um skiptingu efnislegra gæða ,,í sögulegu og hversdagslegu lífi kvenna“ og annarra undirokaðra hópa. Jú, það er það. Það skortir nokkuð á að VERA sinni nægjanlega þeirri fræðilegu umræðu um kvennakúgun, sem getur opnað konum nýja sýn á eigin aðstæður og möguleika. Vonandi stendur það til bóta. Engu að síður hljótum við að benda á það, að VERA fjallar oft um skiptingu efnislegra gæða I hvers- dagslegu lífi kvenna. Borgarmálin snúast t.d. um þetta og í VERU hafa marg sinnis birst greinar um þau hversdagslegu efni. Að lokum: Okkur líst vel á hugmyndina um kvenfrelsisblöðin og munum reyna að framkvæma hana. Bestu kveðjur. Ritnefnd VERU Elsku Vera, Einhvern timann sá ég hjá þér bréf frá verðandi mömmu, sem kvartaði undan þvi, að á spjöldunum, sem maður (kona!) fær á göngudeild Fæðingardeildar Landspítal- ans, skuli standa „Skoðun vanfærra", rétt eins og óléttar konur séu allar, og þarmeð, vanfærari en aðrir. Ég var sko alveg sam- mála henni og fegin að þið skylduð skrifa yfirlækninum bréf til að mótmæla þessu. Ekki veit ég hvort yfirlæknirinn svaraði ykkurnokkurn tímann. En ég getsagtykkur fréttir: Ég fór á þessa ágætu deild um daginn - af ástæðum, sem hafa ekki gert mig neitt vanfærari til hlutanna en venju- lega! - og viti menn, þegar ég pantaði næsta tíma og fékk spjaldið mitt, var þá ekki búið að strika vandlega út orðið „van- fær“, það stóð bara Skoðun og ekki orð meira! Það hafði verið strikað útmeð svörtu tússbleki og engin leið að sjá hvað hafði staðið þarna. Þetta gladdi mig ósegjan- lega og ég ákvað strax að láta ykkur vita. Ekki veit ég hvort það er yfirlæknirinn, sem gaf fyrirmæli um þessa útstrikun orðsins „vanfær“ eða hvort konurnar á skrifstof- unni fundu þetta upp hjá sjálfum sér, það skiptir ekki máli svo sem. En ég er alveg viss um að þetta er bréfinu ykkar i Veru að þakka og þarna sjáiði bara hvort Vera og hennar orð hafa ekki þó nokkuð að segja! Áfram Vera! Með bestu kveðjum, ein ólétt, en vel fær enn. 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.