Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 26
JÓLIN KOMA
Hér koma nokkrar ofur ein-
faldar leiðbeiningar til ykkar,
sem ekki hafið enn afrekað að
gera aðventukransinn. Eftir
að hafa fylgst með skreyt-
ingameistaranum Vibeke
Liimholdt í blómabúðinni
Flóru, uppgötvaði undirrituð
að hún hafði eytt óþarfa tíma
og handapati sökum van-
kunnáttu í kransagerð til
þessa. Þetta getur sumsé ver-
ið einfalt, fljótlegt og
skemmtilegt verk, — svo ekki
sé nú minnst á hversu miklu
ódýrara það er en að kaupa
gripinn tilbúinn.
1.
Mynd 1: Hér er allt sem þarf: Aðventu-
hringur úr basti, „statíf", grenigreinar, ca.
15 cm langar, vírrúlla, silkiborði (8 m), 4
kerti, álform undir kertin, litla köngla og
skrautkúlur.