Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 30

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 30
En við hvað vinniði þá með? Flestar unnu viö kennslu samhliða en nokkrar einnig viö hönnun á flíkum úr ís- lensku ullinni og var greinilegt aö Lang- brækur áttu stóran þátt í velgengni okkar á þeim vettvangi. Jafnframt kom í Ijós aö það voru margir karlmenn, sem lifðu af t.d. keramikiðn sinni en þeir áttu þaö sameigin- legt aö vera iðnmenntaðir menn sem höfðu ekki listskólanám að baki. Höfðu snúið sér að framleiðslunni og lifðu af því. Hvað forma KONUR í leir? (spyr ég Elisabetu frænku mina full aðdáunar og legg mikla áherslu á KONUR) Það fer eftir efninu - svarar hún. Ég gef mig ekkert með þetta og spyr þá: Skilar það sér ekki í verkinu að það er unnið af KONU en ekki... þið vitið ... hinu? Nú komst verulegt fjör í umræðuna verð ég að segja. Konurnar voru mjög ósammála um hvort svo væri. Það endurspeglaðist meira ein- staklingsbundið og færi eftir efninu sem unnið væri í og möguleikum þess. Það var bent á t.d. grafískar teikningar Ragnheiðar Jónsdóttur þar sem þessi sérstaka reynsla kæmi mjög jákvætt fram. Líka að þó ekki væri unnið meðvitað úr sinni reynslu sem kona í verkunum þá gæti það speglast í formi og litum. En Elísabet frænka sagði að mesti mun- urinn væri sjálfsagt í vinnuaðstöðunni. Konur vinna á hlaupum en ekki frá 9-5. Við erum með börnin og getum þar af leiðandi aðeins unnið í stuttan tíma í einu. Konur væru eilíft með hugann við eitthvað annað á meðan þær væru að vinna. Þær losnuðu ekki við þessa reynslu og hún gæti á ein- hvern hátt skilað sér í útkomunni. I gegnum þessi vandamál lærum við konur að nýta okkar tíma og skipuleggja hlutina. Við þjálf- um okkur í að einbeita okkur í stuttan tíma en svona skapandi starf er auðvitað krefj- andi. Sjálf sagðist hún sækja efniviðinn út í náttúruna utan við heimilið. (hún býr úti á landi og börnin eru heima hjá henni). Fyrir sig væri þetta tjáning í efni sem orðin geta ekki sagt. Endursköpun ákveðinnar stemmningar. Nú fór umræðan á víð og dreif og mikið var talað um börnin og hve stór þáttur þau væru í lífi okkar kvenna. Ein talaði um þá sterku löngun sína meðan börnin voru lítil til að vera ein - þessi tilfinning að geta aldrei verið ein. Önnur sem var einstæð og hafði börn sín á dagheimili, hana dreymdi um að hafa börnin heima hjá sér og eiga góða vinnustofu þar sem væri pláss fyrir þau öll. Og þá sagði sú sem hafði vinnustofu heima og var með börnin heima líka, frá alls konar hjálparstarfsemi (skemmdarverkum) sem börn sín hefðu unnið á verkum hennar. Enn önnur rifjaði upp eina helgi þegar börnin fóru til pabba síns og hún var alein heila helgi — yndislegt. Rúna bætti því síðan við að konur gætu |> fyrst unnið af viti eftir 40 ára aldurinn. Þegar w hún var með börnin sfn lítil vann hún ekki stærri myndir en þær sem komust með góðu móti fyrir á eldhúsborðinu til að geta Ellsabet Haraldsdóttir komið þeim undan áður en hellt væri niður á þær. Þannig að þær myndlistarkonur bjóða hverja hrukku velkomna í hópinn og gráu hárin því það færir þær nær frelsinu. Þær hlakkar til að eldast. Var hlegiö hátt ög vel og lengi að þessari skemmtilegu speki (og huggun!) - sem svo ótrúlegur sann- leikur reynist í.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.