Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 4
Persónuleiki kvenna og sjálfsmynd er mótuð
allt frá barnæsku í takt við hugmyndir og kröfur
samfélagsins. Hinir sérstöku kvenlegu eigin-
leikar eru þroskaðir með stelpum svo þær megi
verða færar um að takast á við hið félagslega
áskipaða hlutverk, kven-hlutverkið.
í okkar þjóöfélagi felst í því hlutverki umönnun barna, aldraöra og
sjúkra, búsýsla, þjónusta viö karla og margt fleira. En þrátt fyrir
vinnuframlag kvenna og þá miklu ábyrgö sem þær bera á líðan og
velferö einstaklinganna þá hafa þær að sama skapi ekki aðgang aö
þeim þjóöfélagslegu valdatækjum er ákvaröa félagslegar forsend-
ur þess. Valdaleysi kvenna hefur í gegnum tíðina verið viöhaldiö af
hugmyndafræöi ríkjandi yfirstétta, um konuna sem óæöri karlinum.
En það velta vissulega margir því fyrir sér hvers vegna konur noti
ekki tækifæriö betur, nú þegar búiö er að afnema nær allar fyrri
lagalegar hindranir gagnvart félagslegri og pólitískri þátttöku
þeirra.og jafnréttislög í gildi.
Hvað mótar persónuleikann
Nú er ekki lengur leitað svara í líffræðilegum né trúarlegum
kennisetningum um konuna, heldur í félagslegri mótun einstakl-
ingsins, uppeldi og væntingum þjóðfélagsinstil hans. Þettaerflókiö
ferli og leiðir hugann vissulega aö því aö breytingar á manneskjunni
fara ekki fram í einu vetfangi. En óneitanlega er það mikilvægt aö
gera sér sem besta grein fyrir því hvernig félagsmótun á sér staö og
hvaöa þættir það eru sem móta persónuleika fólks á þann hátt aö
sumir tileinka sér kvenleika en aörir karlleika. Einnig má velta fyrir
sér þessari miklu áherslu sem lögö er á mismunandi hegðun fólks
eftir kyni. Hvaöa eiginleikar eru það sem stúlkur þroska meö sér
sem gerir þær að uppalendum, eða þá karla að fyrirvinnum og
síðast en ekki síst hvaða þættir eru það sem ráða mestu um það að
konur sækja ekki meir til þjóðfélagslegra áhrifa og valda en raun
ber vitni?
Öllu þessu er bæöi gaman og gagnlegt aö velta fyrir sér í tengsl-
um viö kvennaumræðuna. Uppreisn kvenna er einmitt tengd þess-
um álögum svo sem þeim aö það aö fæöast kvenkyns skuli marka
þér hinn þrönga bás kvenleikans, kvennastarfa og kven,,eölis“.
Konur berjast fyrir því í samtökum um allan heim aö afnema hina
einstrengingslegu hlutverkaskipan og þá um leið misréttið sem
henni er samofin.
DeBeauvoir og Dowling
Simone DeBeauvoirfjallaði m.a. um það íbóksinni ,,The second
sex“ á hvern hátt stúlkur voru tamdar og hreinlega markvisst mót-
aöar eftir hugmynd um hina fullkomnu konu, eiginkonu og móöur
þess tímabils. Þá var ríkjandi ímynd hinnar hlédrægu, uppburðar-