Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 42

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 42
ar og kramið litla fætur ef þær ná að falla ca. 80 cm. með einhverju innvolsi. Nú það er gjarnan einn miðstöðvarofn í eldhúsinu svona til að halda á okkur konum og smá- börnum hita og hann er þá auðvitað stór- hættulegur öllu fólki innan fermingu. Og hvaða hugsun er á bak við það að allar innstungur eru í þeirri hæð að maður þarf að vera 1 -2ja ára til að eiga verulega greiðan aðgang að þeim. Við fullorðna fólk- ið þurfum aö fara niður á fjórar fætur og bogra við að stinga I samband, en smáfólk- ið er í lífshættu nærri þessum innstungum! Nú er að vísu hægt að fá tappa til að stinga í innstungurnar en fólk gengur nú ekki með þá á sér til að stinga í allar inn- stungur þar sem það t.d. kemur í heimsókn. Reyndar hvernig innstungurnar eru sjálfar hannaðar er íhugunarvert. Það er mjög auðvelt að stinga einhverjum mjóum hlutum beina leið í 220 volt en t.d. I Svíþjóð er búið að lögleiða nýja rafmagnstengla I nýbygg- ingar, tengla sem koma I sveigju þannig að ekki er hægt að stinga aðskotahlutum í þær. Hvernig væri að byrja á að lögleiða þetta hér? En hvernig liti eldhúsið út ef við konur værum nú spurðar ráða hvernig þessir hlut- ir ættu að vera? Að ég tali nú ekki um að við bara hönnuðum eldhúsin sjálfar. Ég er löngu búin að hanna í huganum barnalæs- ingu á ísskápinn. Ég sé alveg fyrir mér patentið sem gæti verið á skápunum, riml- ana fyrir hellurnar á eldavélinni, góða festingu á ofninn, innstungurnar hátt uppi á veggnum o.s.frv. Hvernig stendur á því að ekkert tillit er tekið til þeirra sem í vistarverunum eiga að búa? Það væri líka vinnandi að athuga með hvaða hætti flest smábörn slasast I heima- húsum og gera ráðstafanir I samræmi við það. Hvernig væri að koma af stað herferð álíka og þessarorkusparandi aðgerðirtil aö útrýma slysum á smábörnum í heimahús- um. Þetta gæti bara verið eins og hver önn- ur þjónusta sem boðið er upp á. Þá mætti hugsa sér að það væri komiö í hús og verstu hornin svorfin af eldhúsborðinu og skáphurðunum, innstungurnar færðar upp á vegginn, hlíf sett utan um eldavélina og þar fram eftir götunum. Auðvitað skiptir mestu máli að fækka slysum og slysagildr- um inni á heimili barnanna - en þó mætti kannski líka íhuga hvað við konur gætum gert í stað þess að vera á eilífum hlaupum og I svitakófi á eftir litlu börnunum okkar. Ekki svo að skilja að ég sé að telja eftir mér sporin á eftir þessum litla yndislega hnoðra mínum, heldur verður það óþolandi þegar svo auðveldlega væri hægt að hanna hlut- ina á annan veg. Stelpur - biðjum allar um „Black and Decker“ í jólagjöf og ráðumst á hornin. Helga Thorberg - með allt á hornum sér. Ljósmyndir: Anna Gyða Gunnlaugsdóttir 42
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.