Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 18

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 18
Með friðelskandi konum Tildrögin að þessari frásögn eru þau að vikuna 8.—13. október, satég fulltrúaráðsfund Alþjóðasamtaka lýðræðissinnaðra kvenna (ALK), við vatnið Balaton í Ungverjalandi, sem fulltrúi Menningar og friðar- samtaka íslenskra kvenna (MFÍK). Þarna voru saman komnar rúm- lega 200 konur frá 111 þjóðlöndum, 5 alþjóðlegum samtökum og svæðissamtökum og fulltrúi frá Alþjóðavinnumálastofnun Samein- uðu Þjóðanna (ILO). Umræðuefnið var um það, hvernig til hefði tekist við framkvæmd stefnuskrár 8. alþjóðaþings ALK sem haldið var í Prag 1981. Þar var lögð áhersla á sem víðtækasta samstöðu meðal kvenna; í baráttunni gegn yfirvofandi ógnun kjarnorkustyrjaldar; í friðarbaráttunni; um samstöðu og stuðning við konur allra þeirra þjóða sem búa við ofbeldi og kúgun; í baráttunni fyrir réttindum kvenna; fyrir almennum félagslegum framförum og fyrir framkvæmd takmarks „Kvennaáratugs Sameinuðu Þjóðanna: Jafnrétti, fram- þróun, friður.“ Tilurð samtakanna Áður en ég fjalla um fundinn finnst mér nauðsynlegt að gera örlitla grein fyrir Al- þjóðasamtökum lýðræðissinnaðra kvenna og aðild Menningar og friðarsamtaka ís- lenskra kvenna að þeim. Stofnendur ALK voru konur frá mörgum löndum sem allar áttu það sameiginlegt að hafa verið í fangabúðum nasista í Ravens- burg. Þessum konum hafði tekist að halda með sér leynilegan fund 8. mars 1945, þar strengdu þær þess heit að ef þær slyppu lifandi úr fangabúðunum skyldu þær beita sér fyrir stofnun alþjóðlegra kvennasam- taka sem hefðu varðveislu alheimsfriðar á stefnuskrásinni. Konurnar sluppu lifandi úr fangabúðun- um og fóru hver til síns heima. Þær stóðu við heit sitt og 1. desember 1945, boðuðu þær til stofnfundar Alþjóðasambands lýð- ræðissinnaðra kvenna, í París. Á þessum fundi var Laufey Valdimarsdóttir formaður Kvenréttindafélags íslands. Hún sendi heim upplýsingar frá fundinum, en auðnað- ist ekki að fylgja þeim eftir heima, því hún lést í París 9. desember 1945. Mme Eugénie Cotton var kjörinn formað- ur samtakanna. Hún var prófessor í efna- fræði við Parísarháskóla, nemandi Curie hjónanna, sem fjórum árum áður voru for- vígismenn og fyrstu forsetar Heimsfriðar- ráðsins. Á Islandi var hljótt um stofnun þessarra merku samtaka, enda þótt Laufey Valdi- marsdóttir hefði tekið þátt í stofnun þeirra og skjöl frá ALK væru send Kvenréttinda- félagi íslands. Þóra Vigfúsdóttir var stödd í Kaup- mannahöfn 1948, var henni þá boðið að sitja fund ALK, sem haldinn var í Stokk- hólmi. Þegar hún kom heim stofnaði hún Friðarnefnd kvenna, sem varð aðili að ALK. Árið 1951 voru svo Menningar og friðar- samtök íslenskra kvenna stofnuð, að til- hlutan Friðarnefndarinnar sem þá hætti aö starfa. Alþjóðleg mótmæli Forvígiskonur ALK voru mikilvirkar og beittu sér gegn hverskonar hernaðarað- gerðum. Árið 1950 sendu þær nefnd kvenna til Kóreu til að kanna hvort rétt væri að bandarískir hermenn fremdu þar stríðs- glæpi. í nefndinni voru konurfrá 17 ólíkum löndum. Eftir ferðina sendu þær frá sér skýrslu og þóttu niðurstöður hennar æði hrollvekjandi, en þær lýstu skelfilegustu hryðjuverkum bandarískra hermanna. Þar sem Kóreu-styrjöldin var háð undir fána Sameinuðu þjóðanna, var ekki furða þó skýrslan skapaði talsverðan úlfaþyt er hún kom út í ársbyrjun 1951. Fastafulltrúa ALK hjá Sameinuðu þjóðunum var vikið þaðan. ALK var gert brottrækt frá Vín þar sem það hafði haft aðsetur sitt og forseti samtak- anna Mme Cotton var hneppt í fangelsi, svo og fulltrúi Vestur-Þýskalands í Kóreunefnd- inni. Breski fulltrúinn var dæmdur til dauða fyrir landráð vegna ferðar sinnar til Kóreu og aðildarinnar að skýrslunni. Þessi mál vöktu alheimsathygli og leiddu til mótmæla um allan heim. Það var einmitt eitt af fyrstu verkefnum Menningar og frið- arsamtaka íslenskra kvenna, að mótmæla þessum dómum svo og að gefa út Kóreu- skýrslunaá íslensku. Hin alþjóðlegu mótmæli báru þann ár- angur að konunum var fljótlega sleppt úr fangelsi. Sæti sitt hjá Sameinuðu þjóðun- um fengu samtökin aftur nokkrum árum síðar. Þau hafa nú: ráðgefandi stöðu hjá Efnahags- og félagsmálastofnun Samein- uðu þjóðanna (ECOSOC); ráðgefandi stöðu B hjá Mennta- og vísindastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNESCO), þau hafa einnig ráðgefandi stöðu hjá Barna- hjálþ Sameinuðu þjóðanna (UNICEF), eru á sérstökum lista hjá Alþjóðavinnumála- stofnun Sameinuðu þjóðanna (ILO) og starfa náið með Alþjóðaheilbrigðismála- stofnuninni (WHO) og Matvæla- og land- búnaðarstofnuninni (FAO). Alþjóðasam- tökin hafa alltaf tekið virkan þátt í starfsemi Sameinuðu þjóðanna á öllum þessum sviðum. Með daglega framkvæmd samtakanna fer skrifstofan, sem var boðið hæli í Berlín er hún var hrakin frá Vín. Einu sinni á ári eru haldnir fundir þar sem eiga sæti fulltrúar frá öllum heimshlutum. Annað hvert ár eru haldnir fulltrúaráðsfundir, en þar eiga sæti 1-2 konur frá hverju aðildarfélagi og á þriggja til fjögurra ára fresti er haldið heims- þing. 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.