Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 16

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 16
Hvað merkja laga- greinar? Fyrrverandi félagsmálaráðherra Svavar Gestsson skipaði fyrir nokkru nefnd á vegum Félagsmála- ráðuneytisins sem hafði m.a. það hlutverk að endurskoða núverandi jafnréttislög. Nefndin skilaði af sér störfum í vor rétt fyrir kosningar og vannst því ekki tími til að leggja frumvarpið fyrir þáverandi Alþingi. Núverandi ríkisstjórn mun ætla að leggja fram frumvarp þetta, að mér skilst í næsta óbreyttri mynd á þessu þingi. Nú skal tekið fram að viö sem áttum sæti i þessari nefnd gerðum okkur engar vonir um að frumvarp um jafnrétti og jafnstöðu í þeirri mynd sem við vildum helst sjá, næði fram að ganga. Við sömdum frumvarp til laga, sem við töldum að einhver von væri til að fengist samþykkt, en ekki frumvarp sem kvenfrelsiskonur yrðu fullkomlega ánægð- ar með, þó svo að þaö hefði óneitanlega verið freistandi að fá umræðu um róttækari lög á Alþingi. Jafnrétti, jöfn staða Fyrsta grein ofangreinds frumvarps hljóðar svo:Tilgangur laga þessara er að koma á jafnrétti og jafnri stöðu kvenna og karla á öllum sviöum. Sérstaklega skal bæta stöðu kvenna til að ná því takmarki". Síðasta málsgreinin er nýmæli, og ef frumvarpið verður að lögum, yrði það út af fyrir sig allmerkur áfangi í réttindabaráttu kvenna, því í því felst í raun forgangsréttur kvenna í ýmsum málum. Hugtakanotkunin í greininni er hins veg- ar athyglisverð. ,,Jafnrétti“ og ,,jöfn staða“ eru hugtök sem hafa verið notuð mjög mikið síðasta áratug eða svo, en lítt skilgreind. Hvað er jafnrétti? Jafnréttishugtakið er nokkuð gamalt. Rousseau var iíklega fyrstur til að nota það í svipaðri merkingu og það er notað í dag (þá á ég að sjálfsögðu ekki við jafnrétti kynj- anna). í frönsku byltingunni var jafnrétti sem kunnugt er eitt af þrem aðal kjörorðum borgarastéttarinnar. Hvers konar jafnrétti fékk svo franska þjóðin þegar upp var stað- ið og byltingin búin? Jú, hún fékk „jafn- rétti“ á forsendum þeirra forréttindahópa sem fyrir voru. Borgararnir komust smám saman í svipaða forréttindaaðstöðu og að- allinn hafði áður haft, en alþýða manna varð lítiö sem ekkert vör við breytingu í jafnréttisátt. Svipaða sögu mætti segja um sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjamanna. Ófáir voru þeir sem börðust og létu lífið fyrir jafn- réttishugsjónina, en jafnrétti það sem þjóð- in fékk var réttur vissra hópa til að verða ríkari og rétturannarratil að verðafátækari. Jafnréttisbarátta svartra manna í Bandaríkj- unum hefurfært þeim lítiðannað enjafnrétti á við hvíta til að kjósa sér forystu úr hópi hvítrar yfirstéttar. Jafnréttisbarátta kvenna hefur verið við- Við núverandi aðstæður höfum við konur jafnan rétt á viö karlmenn. EF við búum með karli, sem er tilbúinn til að gefa upp á bátinn forréttindi karlmannsins á heimilinu. EF allir fjölskyldumeðlimir eru við hesta- heilsu. EF við erum barnlausar og karlmannslaus- ar. EF viö erum reiðubúnar til að ganga inn í þjóðfélagið og starf a þar á forsendum karla. EF við höfum aðstæður til að mennta okkur. EF við höfum áhuga á hefðbundnum karla- greinum. EF við erum reiðubúnar til aö fórna tilfinn- inga- og fjölskyldulífi fyrir metorð. EF flestar eða allar þessar forsendur eru til staðar, mætti kannski fara að tala um að einhvers konar jafnrétti sé fyrir hendi. Vissulega má benda á einstaka konur I áhrifastöðum, enda er það óspart gert til að sýna og sanna, að konur geti sko alveg ef þær hafa „metnað og dugnað“ eins og það heitir. Það, að einstaka yfirburðakonum tekst að yfirstíga allar hindranir, sem á veg- inum eru, er hreint ekki til marks um neitt jafnrétti. 0O<’0' *• an fylgdi í kjölfar aukinnar sjálfstæöis- og réttindabaráttu. Snemma fóru konur að heimta kosningarétt og að honum fengnum var mikið talað um jafnrétti! Nú, þegar litið er yfir farinn veg sjáum við, að árangurinn af baráttunni er sá, að við höfum jafnan rétt á við karlmenn til að kjósa fulltrúa karlveld- isins í áhrifastöður. Krafan um sömu laun fyrir sömu vinnu fékkst í gegn eftir töluvert stranga baráttu. Stórlega efast ég um, að sú barátta hefði náð fram að ganga ef vinnumarkaðurinn væri ekki jafn kynskiptur og raun ber vitni. Með því að þalda launum fyrir hefðbundin kvennastörf lágum, hefur misréttinu verið viðhaldið á þessu sviði. Á hvaða forsendum stöðulaus síðan í lok síðustu aldar um allan vesturhluta heims. Konur hafa löngum ver- Rangt verðmætamat ið réttindaminni en karlar hvort sem þær Mér er það persónulega ekki keppikefli, hafa fæðst eða gifst inn í forréttindastéttir aðstúlkurverðijafnmargardrengjumínámi karla eða undirstéttir þeirra. Kvennabarátt- við raungreinar Háskóla (slands og mér 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.