Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 10

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 10
Allt af skornu skammti. Lögum samkvæmt hefur landlæknir með höndum yfirumsjón með framkvæmd og uppbyggingu ráð- gjafar og fræðslu varðandi kynlíf og barneignir. Landlæknisembættið hefur nú sent frá sér greinar- gerð um hvernig staðið er að þessari starfsemi af þess hálfu. í greinargeröinni er bent á aö fjárveitingar til fræöslustarfsemi hafi verið af skornum skammti og þ.a.l. sett henni mjög þröngar skorður. Á fjárlögum síðasta árs var veitt 328 þúsund krónum sem eiga aö standa undir framkvæmd laganna um ráögjöf og fræöslu varðandi kynlíf og barneignir. Eftir því sem næst verður komist mun um helmingur þess fjár hafa farið í vinnu viö skráningu og götun á skýrslu, sem verið var aö vinna á vegum landlæknisembættisins. Það sem þá var eftir fór í vinnslu á eyðublöðum, laun til þriggja manna sem sitja í áfrýjunarnefnd vegna fóstureyðinga og síðast en ekki síst í fræðslu. Það er þvi augljóst að það hefur ekki verið feitan gölt að flá í fræðslustarfseminni. í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnar- innar fyrir næsta ár er gert ráö fyrir 452 þúsundum, en þaö er um 37,8% hækkun milli ára. Sú hækkun er ekki sem verst miðað við margt annað, en dugir samt engan veginn til að hrinda af stað upþlýsingaherferð um kynferðismál. kvNfbæðsl^ Þótt fjármagn til kynfræðslu hafi verið af skornum skammti á undanförnum árum hefur Landlæknisembættið þó gert sitt lítið af hverju. Árið 1977 gaf þaö út þrjú fræðslurit um pilluna, lykkjuna og smokkinn og hafa þau síöan verið endurprentuð á hverju ári. 1979 voru svo gefin út tvö rit um kynsjúkdóma. Hefur ritunum verið dreift á ýmsar heilbrigðisstofnanir, en Námsgagnastofnun ríkisins sér um að dreifa þeim í skóla. Því miður virðist sem Námsgagnastofnun hafi ekki staðið sig sem skyldi í þeirri dreifingu. Hvað varöar kynfræðslu í skólum, þá hefur landlæknisembættiö sent læknanema í framhaldsskóla á Reykjavíkursvæöinu og eiga þeir að veita nemendum fræðslu um kynsjúkdóma og getnaðar- varnir. Hjúkrunarfræðinemar hafa svo farið í 9. bekk grunnskól- anna og veitt svipaða fræðslu. Að auki má svo nefna að um síðustu áramót réði landlæknisembættið starfsmann í 5 mánuði, án sérstakrar fjárveitingar, til að annast gerð kennsluefnis og skipu- lagningu á heilbrigðisfræðslu í skólum. Allt er þetta góðra gjalda vert en hrekkur skammt. Meðan kyn- fræðslan byggist nær eíngöngu á árlegri heimsókn ,,sérfræðinga“ í skólana, þá þjónar hún takmörkuðum tilgangi. Kynferðismál og getnaðarvarnir halda áfram að vera feimnismál sem ýmist er pukr- ast með eða höfð í flimtingum. Það verður eftir sem áður jafn vandræðalegt fyrir unglingana að ná sér í getnaðarvarnir og þ.a.l. munu margir þeirra velja þá leið að setja traust sitt á guð og lukkuna. Kynfræðsla þarf að verða eðlilegur þáttur í almennu skólastarfi og hún þarf jafnframt aö verða fastur liður i þeirri upplýs- ingamiðlun sem fer fram í gegnum blöð og fjölmiðla. Þá fyrst er von til þess, að umræða um kynferðismál fái þann sess sem henni ber og hún hætti að vera óyfirstíganlegur hjalli fyrir flest fólk. Þá fyrst er von til þess, að ótímabærum þungunum, m.a. hjá ungum stúlkum, fækki verulega. -isg. VEISTU. . . að árið 1979 áttu stúlkur 19 ára og yngri 13,2% þeirra barna sem fæddust á íslandi, 6,0% þeirra sem fæddust í Noregi, 5,6% þeirra sem fæddust í Danmörku og 4,8% þeirra sem fæddust í Svíþjóð. 10 L
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.