Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 48

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 48
 , syiL Lokaæfing Leikrit eftir Svövu Jakobsdóttur [ leikritinu Lokaæfingu1 fjallar Svava Jak- obsdóttir um margt í lífi okkar nútíma- manna. Aðaláhersla verksins liggur á sam- bandi hjónanna, Ara oa Betu, og afstöðu þeirra til hvors annars. Ileikritinu er sýndur eiginmaður, Ari, sem vill eiga konu sína einn og til að undirstrika það lætur höfundur hann byggja sitt eigið kjarnorkubyrgi. Þang- að getur svo Ari dregið konu sína með sér í algera einangrun. Og um leið fær Svava gott tækifæri til að sýna fram á hættuna sem kjarnorkuvopn skapa. Jafnframt liggur vel við að fjalla um áhrif innilokunar og ein- angrunar á mannskepnuna. Leikritið Lokaæfing gerist í kjarnorkubyrgi þeirra Ara og Betu. Byrgið og stríðshættan eru ytri rammi verksins og skapa þrúgandi stemmningu. Hjónin minnast bæði á Híró- síma og Ari lýsir fyrir Betu áhrifum kjarn- orkusprengju á manneskjur og umhverfi. innilokunin og tilhugsunin um kjarnorku- styrjöld og eyðingu alls lífs á jörðu valda því að Beta endurmetur líf sitt og samband þeirra hjónanna. Hún sér hversu innantómt líf hennar hefur verið og hvernig hún hefur smám saman gefið allt sitt einkalíf upp á bátinn fyrir Ara. Og áhorfandinn sér konu, sem er ekki sjálfstæð vera, heldur einungis hluti af lífi eiginmanns síns. Ari og Beta hafa búið sér til sögu. Sú saga sýnir mjög vel hvernig hlutverkaskipt- ingin er á milli þeirra. (sögunni er Ari fyrst aleinn eða þar til hann eignast konu. Og hann er gerandinn, hann á bát og árar og fer út á sjó og hann á konu. Konan í sögunni er hins vegar aðeins til fyrir manninn: Og konan var fjölkunnug og gat brugðið sér í allra kvikinda líki. Þeg- ar hann var svangur breytti hún sér í fisk sem synti við borðstokkinn svo hann gæti veitt hana sér til matar og þegar hann var þreyttur þá breytti hún sér í fugl sem söng hann í svefn og breiddi yfir hann vængina og varði hann fyrir sjógangi og áföllum meðan hann svaf, en þegar hún var kona, þá var hún hvorki fugl né fisk- ur. . . (bls. 29-30). Konan er hvorki fugl né fiskur „heldur bara kona“ (bls. 30). Þessa sögu ætlar Ari sér að láta rætast og að því rær hann árum sínum eins og kemur í Ijós strax í upphafi verksins. Þegar Beta spyr hvort hún eigi bara að dúsa í byrginu þá svarar Ari: „Vita- skuld. Það er meiningin með þessu öliu sarnan." (bls. 21). Og þegar Beta sér loks brjálæðið í gerðum þeirra og ætlar að yfir- gefa Ara og halda upp bendir hann henni á að þessi saga sé sagan þeirra beggja. Beta getur ekki farið. Margt fleira í Lokaæfingu er þess virði að um það sé fjallað, t.d. merking þess er Ari drepur Lilju vallarins og orð Betu eftir það um að nú geti ekkert bjargað þeim nema sprengjan. En það verður ekki gert hér — Sýnt á Litla sviði Þjóðleikhússins Leikstjóri: Bríet Héðinsdóttir Leikmynd: Birgir Engilberts - ----------------------------' heldur vikið að sýningunni sjálfri. Sú um- fjöllun verður þó einungis huglægt mat undirritaðar. Sýningin fer hægt af stað og engin átök eiga sér stað fyrr en í seinni hluta hennar. Þessi stígandi og tilbreytingarleysið draga áhorfendur inn í heim leiksins, þannig að þeir skilja vel hugarástand Betu og þegar henni fer að leiðast aðgerðarleysið í byrg- inu. Ari er persóna sem ekki vekur samúð áhorfenda, þeir fá frekar óbeit á þessari eigingjörnu manneskju. En þegar tekur að halla undan fæti hjá honum og hann veröur ósjálfbjarga, vaknar meðaumkun með hon- um. Þau Beta og Ari verða trúverðugar per- sónur í túlkun þeirra Eddu Þórarinsdóttur og Sigurðar Karlssonar. Auk Ara og Betu kemur tvítug stelþa, Lilja, fram í leikritinu. Hún er leikin af Sigrúnu Eddu Björnsdóttur. Þessi persóna er ekki eins sannfærandi og hinar tvær, hvorki frá höfundarins hendi né leikkonunnar. Lilja er óeðlilega barnaleg í túlkun Sigrúnar og setning eins og „Varstu ung gefin Njáli“ (bls. 64) hljómar ankanna- lega af vörum þessarar persónu. En þótt Lokaæfing sé ekki gallalaus þá er sýningin í heild virkilega góð og þess virði að sjá. Með leikritinu Lokaæfingu hefur Svava Jakobsdóttir bætt enn einu verki um líf og stöðu kvenna í frábært ritsafn sitt. Se. 1 Svava Jakobsdóttir. Lokaæfing, Reykjavlk, Iðunn 1983. 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.