Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 27

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 27
Mynd 2: 1 grein eða fleiri (fer eftir stærð og þykkt) er lögð til skiptis á innri og ytri hlið hringsins, einnig ofaná ef þarf. Hvert greinabúnt er fest með því að vefja vírnum neðst um stilkana (þann hluta greinarinnar sem hefur verið næst stofni trésins.) Næsta greinabúnt er svo lagt til hálfs yfir það, sem fyrir er o.s.frv. Stilkar síðustu greinanna fara svo undir toppana á þeim fyrstu og er þá hringnum lokað. Mynd 3: Öðrum enda borðans er brugðið utan um kransinn og bundinn hnútur. Fram- hald borðans er svo borið upp að toppi ,,statífsins“ (sem reist hefur verið inni í hringnum). Þá er mælt niður að kransinum aftur og utan um hann, gert ráð fyrir hnút og nú má klippa. Þessi borði er 9vo strekktur yfir toppinn, niður hinum megin og bundinn utan um kransinn. (Ath. að hann lyftist að- eins frá borði.) Endurtekið. Mynd 4: Þá eru það fimm slaufur: ein á toppinn og ein þar sem borðarnir frá statíf- inu tengjast kransinum. Haldið um borðann milli vísifingurs og þumalfingurs (ca. 8 cm endi snýr að ykkur) og með hinni hendinni er tekið um borðann ca. 12-15 cm ofar, lyft upp og sett í ,,geymslu“ milli fingranna fyrr- nefndu. Þá er aftur tekið um borðann, sem nú snýr að ykkur, lyft upp og sett í geymsl- una góðu. Þannig myndast lykkjurnar í slaufunni, hæfilegt er að þær séu tíu. Vírbút er svo brugðið utan um miðjuna og endan- um stungið í kransinn. Mynd 5: Og þá er bara að skreyta eftir því sem andinn býður. Vírbút er brugðið neðar- lega um könglana og snúið upp á. Eins ef nokkrar kúlur eru settar saman í knippi, þá er best að vefja vír á endana áður en stung- ið er í kransinn. Jólaborðskreyting: Efni: Tréplatti, leir, mosi, greni, silkiborði, stórir könglar (6-8 stk.), 6-8 skrautkúlur, 6 þurrkaðar rósir, 1 kerti, vír. Aðferð: Leirklumpur settur í miðju tré- plattans, leirinn þakinn mosa og fest með vír, sem lagður hefur verið saman likt og hálfopin hárspenna. Kertinu stungið i miðj- una. Síðan eru grenigreinunum (neðstu nálarnarfjarlægðar) og könglunum (vírfest- ingar neðst) stungið í leirinn líka. Kúluknippi og slaufu (sjá aðventukransaleiðbeining- arnar) komið fyrir á sama hátt. Að lokum eru það þurrkuðu rósirnar, sem eru punkturinn i yfir i-ið í þessari skreytingu. Þær eru hafðar misstórar og bara efstu 2-3 laufblöðin með. Sköpunarþráin kallar á svona skreyt- ingu!! Galf.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.