Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 43
Eins og flestar ykkar hafa eflaust orðið varar við, var
haldin ráðstefna um kjör kvenna á vinnumarkaðnum í
Gerðubergi undir iok október sl. Þetta var hin myndar-
legasta ráðstefna, um 200 konur mættu (tveir karlar)
og eftir inngangserindin var setið og málin rædd í 16
hópum. Erindin sem flutt voru fjölluðu í fyrsta lagi um
orsakir misréttisins og töluðu þær Helga Sigurjóns-
dóttir og Bjarnfríður Leósdóttir undir þeirri fyrirsögn.
Lilja Ólafsdóttir og Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir fluttu
því næst erindi um leiðir til úrbóta. í hádegishléi söng
Stella Hauksdóttir frumsamdar vísur og Kvennaleik-
húsið flutti Ijóð eftir Nínu Björk Árnadóttur.
Að sögn hópsins, sem stóð að þessari
ráðstefnu, þótti engin ástæða til aö ræða
það, hvort kjör kvenna á vinnumarkaðnum |
væru verri en karla, heldur var gengið út frá
því sem vísu. Þær bentu tilaðmynda á ráð-
stefnu Alþýðuflokkskvenna, sem haldin var
fyrr í haust, þar sem nægar upplýsingar
komu fram til að staðfesta slaka stöðu
kvenna í þessum efnum. ,,Sú ráðstefna
lagði staðreyndirnar fram og það má segja
að við séum nú að grípa boltann á lofti,
umræða um orsakir og úrbætur kemur í
rökréttu framhaldi", sagði ein úr undirbún-
ingshópnum fyrir Gerðubergsráðstefnuna.
Og hverjar voru þá taldar orsakirnar?
Niðurstöður umræðuhópanna voru þessar:
„Allt þjóðfélagið er mótað af því viðhorfi, að
sjálfsagt sé að karlar hafi forystu og forræði
í öllum málum. Við konur göngumst undir
þessar karlveldishugmyndir og treystum
körlum betur en okkur sjálfum til að tryggja
hag okkar. Afleiðingar þessa eru m.a. að
körlum reynist auðvelt að sundra konum í
sameiginlegri hagsmunabaráttu. Við van-
metum eigin getu og dómgreind." j niður-
stöðunum kemur einnig fram að fyrirvinnu-
hugtakið sé tengt körlum og ,,að þrátt fyrir
þá staðreynd að viðurkennt er, að tvo þurfi
til að vinna fyrir heimili, eru hugmyndir um
karla sem fyrirvinnur ráðandi“ en öll ábyrgð
á umönnun barna sett á herðar kvenna og
ekkert tillit tekið til sívaxandi hóps kvenna,
sem einar sjá fyrir heimili.
Leiðir til úrbóta beindust einkum að
tvennu. í fyrsta lagi að koma á „kvótakerfi"
sem tryggði konum 51 % sæta í stjórnum og
nefndum launþegasamtaka og í annan
stað að konur bindust samtökum þvert á
stéttarfélögin. Um það var rætt hvort konur
ættu jafnvel að ganga úr sínum núverandi
félögum og stofna ný og var þeim hug-
myndum vísað til samtaka kvenna á vinnu-
markaði, en á ráðstefnunni var 7 konum
falið að annast undirbúning stofnfundar
slíkra samtaka. Þegar þetta er skrifað,
hefur sá stofnfundur verið dagsettur (3.
desember) og kann því að vera umliðinn þá
er Vera kemst á búðarborðin. Hvað um
það, við fórum á stúfana og inntum nokkrar
þeirra kvenna, sem voru í Gerðubergi eftir
áliti þeirra á ráðstefnunni og þeim niðu-
stöðum sem hún komst að. |