Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 46

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 46
Akrar friórra hugmynda Engar sérstaklega spennandi fregnir höfum við haft af nýjum bókum á jólavertíðinni í ár. Svo sem eins og bókum eftir konur — (nema bókinni þeirra Eddu og Helgu auðvitað!) En viljum við ekki meira? Ah, þæreiga gott þessar sem lesa erlendar tungur og geta velt sér upp úr skáldsögum, Ijóðum eða fræðiritum, þar sem konur standa sjálfar á sjónarhólnum en eru ekki einhver óljós bjarmi úti á sjóndeildarhringnum. íslenskir bóka- útgefendur virðast seint ætla að átta sig á þeirri þörf okkar að glugga í bækur kynsystranna úti í heimi. Lík- legast finnast þeim þetta bara einhverjar kerlinga- bækur, sem engu máli skipta og ekki munu seljast. Það héldu þeir líka, forstjórar útgáfufyrirtækjanna í Englandi, Þýskalandi og Hollandi og þó víðar væri leitað. En konurnar þar létu engan segja sér fyrir lesefni heldur fóru sjálfar á stúfana og stofn- uðu bara eigin forlög. Og samkvæmt enskum heimildum eru það þau fyrirtæki, sem dafna best þessa dagana og það á tímum kreppu í bókaheiminum. Sömu heimildir geta þess, að velgengni kvennaforlaganna sé mest þar sem gömlu (karl-)útgefendurnir voru síðastir að taka við sér og gera sér grein fyrir markaðsþörfinni og svo öfugt. Til að mynda í Bandaríkjunum, þar sem karlarnir voru sneggri til, hafa konurnar átt erfitt uppdráttar. „Akur frjórra hugmynda“ Nú, en það er sem sagt í Englandi þar sem þeim gengur best. London er sú borg í heiminum, sem hýsirflestu og stærstu kvenna- forlögin. Þau eru Virago, Women’s Press, Sheba, Onlywomen og Pandora. í Edinborg er Stramullion. Virago er þeirra stærst og elst, sex ára gömul. (Bækurnar frá þeim eru dökkgrænar og vörumerkið íbitið epli). Þar vinna tíu konur í fullu starfi en dreifinguna annast samdreifingarfyrirtæki nokkurra almennra forlaga. Women’s Press (þeirra kjölur er svarthvítröndóttur, vörumerkið rjúkandi straubolti) er ári yngra og smærra í sniðum, en Virago gefur út um 60 titla á ári. Margir munu ætla, að útgáfufyrirtæki af þessu tagi gefi einkum og aðallega út kvennavandamálabækur! Því fer auðvitað fjarri. Ein þeirra sem vinnur hjá Women’s Press lýsir slíkum viðhorfum í viðtali við The Guardian, þegar hún segir frá ferð sinni til Banda- ríkjanna. Þar var henni sagt að kvennaforlög myndu tæplega plumma sig svo vel þar vestra, þar ,,í því pólitíska andrúmslofti sem hér ríkir, hefur fólk ekki lengur áhuga á vandamálum kvenna.” ,,En þá sagði ég þeim að feministisk útgáfa væri alls ekki um vandamál. Hún snerist um nýjan sjónarhól, um ný viðhorf sem eiga erindi við alla og ekki um einhver sérhæfð svið, sem gætu dottið í eða úr tískunni. Kvennabækur eru akur fullur af frjósömum hugmyndum, sem eiga erindi á öllum sviðum samfélagsins.” Hugsjónastarf í fjársvelti En hver er ástæðan fyrir hinum stórkostlega árangri, sem kvennaútgáfufyrirtækin hafa náð. Hvernig stendur á því að þeirra bækur seljast og eru gróðavænlegar? Spyr sá sem ekkert sér! „Þegar við byrjuðum” segir ein af stofnfélögum Women’s Press, „var okkur (allra náðugsamlegast!) bent á, að við myndum verða að gefa út mikið af léttmeti, seljanlegu léttmeti til að borga kostn- aðinn af þyngri, óseljanlegu hugsjónabókunum. Þetta hefur sýnt sig að vera rangt. „Þungar” bækur, ég nefni sem dæmi bók Mary Daily um kvenlíkamann og bók Andreu Dworkin um klám, hafa selst gífurlega vel. Hvort sem þú ert þessum bókum sammála eða ekki, þá verðurðu einfaldlega að lesa þær til að fylgjast með kvenna- hreyfingunni, vera með í umræðunni.” Og kvenútgefendurnir vita hve allar konur þyrstir í bækur, sem skoða heiminn með þeirra augum, lýsa veröld, sem þær þekkja. Þarna er e.t.v. helsta skýr- ingin á velgengninni: Kvennafyrirtækin spretta af þörf og innsæi, ritstjórar þeirra gjörþekkja markaðinn, lesendur bókanna. Það er verið að bjóða upp á bækur, sem beðið hefur verið eftir. Fjárskortur og hugsjónastarf einkenna þessi fyrirtæki. Eða gerðu, því fjárhagsvandinn er leystur af sí-aukinni eftirspurn. Samt sem áður stóla smærri fyrirtækin enn mjög á sjálfboðastarf og bankalán framsýnna bankastjóra. Hugsjónin, sem liggur að baki vinnunni hefur gert annað að verkum: engum útgefanda er eins mikið í mun að stilla verði vörunnar í hóf. Konur eru láglaunahópur (já, ekki bara á íslandi!) og sú staðreynd ertil greinatekin í verölagi. Það varm.a. þess vegna sem bókaklúbbur Women’s Press var settur á lagg- irnar, en félagsmönnum standa til boða bækur flestra kvenna- forlaganna á sérstökum kjörum. Önnur ástæða fyrir stofnun klúbbsins var hversu tregir verslunarstjórar bókabúða í smærri 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.