Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 29
Þessar upplýsingar fékk VERA hjá
,,Langbrókum“ sjálfum þegar hún fór að
forvitnast eitthvað um þetta ágæta Gallerí
sem eingöngu er rekið af konum. VERU
þótti forvitnilegt að vita hvort og ef þá hvern-
ig konur túlka sinn margfræga ,,reynslu-
heim“ í verkum sínum. Jafnframt hvort
Langbrækur væru kannski líka að heyja
sína kvennabaráttu - á þessu sviði - en
fyrst og fremst langaði VERU til að segja
lesendum sínum frá þessum svo ágætu
konum og hvernig það væri að vera lista-
kona í dag.
Á ákaflega kvenlegan hátt, hittumst við
heima hjá einni yfir góðum kaffibolla og
meðlæti eftirfarandi Langbrækur: Ásrún
Kristjánsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir,
Elísabet Haraldsdóttir, Guðrún Gunnars-
dóttir, Sigrún Eldjárn, Rúna (Sigrún Guð-
jónsdóttir), Sigrún Guðmundsdóttir og út-
sendari VERU.
Hvers vegna stofnuðuð þið Gallerí
Langbrók? (spyrég gáfulega)
Það voru fyrst og fremst tauþrykk- og
textílkonur sem þurftu samanstað til að
koma verkum sínum á framfæri sem stofn-
uðu Gallerí Langbrók. Ásrún (vinkona min
sem er kvenskörungur góður og kaus
Kvennaframboðið) bætir við: í kjölfar
kvennabaráttunnar fara konur að hasla
t -3
þessari nýju listgrein sinni völl (þ.e. textíl).
Konur leita að miðli til að tjá sig í, miðli sem
er þeirra og þær þekkja og þeim líður vel í
að nota. Konur eiga sér hefð í að fara með
band, þráð, vefa og þær eiga sér forsögu í
aðvinnaúrullinni.
Eru konur í meirihluta í textíl? (hlutlaus
spurning)
Já og ekki bara í textíl heldur lika í grafík
og keramík. En sem myndlistarform þá á
textíllinn minnstu hefðina.
Afhverju eingöngu konur? (spyr ég
einsog ég skilji það ekki!)
Svörin voru á þessa leið: Það var alveg
meðvitað að hafa bara konur með. Þær
treystu hver annarri. Þekktust fyrir. Voru
skólasystur. Það var öruggara, þægilegra
og auðveldara. Milli þeirra ríkir ekki þessi
samkeppnisandi heldur mikil samkennd og
metnaður fyrir hver aðra. Jafnframt skiln-
ingur á persónulegum vandamálum, svo
sem eins og barneignum og þeim fjarvist-
um sem þeim fylgir. Það er engin ein sem
ræður eða stjórnar heldur er ákveðin
verkaskipting. Ef ein heldur sýningu hjálpa
hinar.
Hvernig hefur reksturinn gengið?
Þetta hefur verið gífurleg vinna, sérstak-
lega við að koma upp húsnæðinu (í Bern-
höftstorfunni) en jafnframt mikill spenning-
ur sérstaklega í upphafi. Það var mikið fjör
þegar fyrsti púðinn seldist! (og nú fá allar
hláturskast) Það hafði ekki verið neitt reikn-
að með því og þótti þeim eiginlega hálf-
sorglegt að selja vöruna. En það var
draumurinn (sem enn hefur ekki ræst) að
| geta unnið sín verk, selt þau og komið á
| framfæri í Galleríinu og lifað af því.
29