Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 19

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 19
& Konur viljaftiö ér Konur viljaftiö úr öllum heimshornum Konur viljaftiö ér Konur viljaftiö Mikið starf unnið í upphafi fundarins var samþykkt aö Al- þjóðasamtök lýöræöissinnaöra kvenna sendu sendinefnd til Genfar til að ræöa við fulltrúa Bandaríkjanna og Sovétríkjanna í friðarviðræðum þar. Einnig var samþykkt að senda nefnd til Cape Town í Suður Af ríku til að ky nna sér ástandið þar. Líka var kosið í nefndir til að semja drög; 1) að starfsáætlun samtakanna fyrir 1984-5. 2) að ákalli er fundurinn sendi frá sér, til allra aðildarfélaga ALK, allra kvennahreyfinga og samtaka og allra kvenna [ heiminum sem vilja frið. 3) greinargerð ALK. Þessi drög voru rædd í lok fundarins og samþykkt með nokkrum breytingum. Umræðuefni þessa fundar var eins og áður er getið, hvernig til hefði tekist við framkvæmd vinnuáætlunar ALK frá 1981, svo og að takmarki „Kvennaáratugs Sam- einuðu þjóðanna“. Fulltrúar hinna ólíku landa gerðu grein fyrir stöðunni í sínum löndum og á hvern hátt aðildarfélag þeirra hefði stuðlað að framgangi þessara mála. Mér varð brátt Ijóst að konur um allan heim hafa unnið gífurlega mikið starf á þessum áratug sem lýkur 1985. Þær hafa knúið á um aukin réttindi kvenna og barna i heima- löndum sínum, þær hafa stutt hverja aðra í baráttunni fyrir frelsi kúgaðra þjóða þó höf og lönd væru á milli, og þær hafa staðið að öflugum fundum og mótmælaaðgerðum, vegna aukinnar hervæðingar í heiminum. Sérstaklega gegn hverskonar kjarnorku- vígbúnaði. „Hvernig er þetta hægt?“ Lærdómurinn við að sitja svona alþjóð- legar samkomur er ekki einungis fólginn í að sitja í fundarsölum og hlusta á allar þær mörgu ræður sem þar eru fluttar. Þó það sé mikilvægt er ef til vill ennþá mikilvægar að kynnast fólki frá ólíkum þjóðum og skiptast á upplýsingum og skoðunum. Það er ólíkt áhrifaríkara og raunveru- legra, að hlýða á raunir hinna ýmsu stríðs- hrjáðu landa af munni íbúanna sjálfra, en að hlusta á ónákvæmar og óábyggilegar lýsingar í fréttunum hér heima. Atburðirnir eru fjarlægir og svo ólíkir því sem við höfum nokkurn tíma þurft að horfast í augu við, að við getum ekki á nokkurn hátt gert okkur í hugarlund hvernig líf þessa fólks er, hvað þá sett okkur í sþor þeirra. Við bægjum þessum óþægilegu fréttum því frá okkur og viljum sem minnst af þeim vita. - Standi maður svo augliti til auglitis við konur frá Palestínu, Suður-Afríku, Uruguay, íran, írak, El Salvador. . . og svo mætti lengi telja, og hlýðir á þær staðfesta það versta sem heyrst hefur í fréttunum, þá setur að þér hroll og þessi tilfinning eða hugsun flýg- ur í gegnum þig: „Hvernig erþettahægt? - Hvernig myndi ég bregðast við í þeirra sporum? - Menn, jafnvel eiginmenn þeirra, hafa verið drepnir í átökum, í stríði, í fangabúðum, af lögreglu eða her. Börnin u ...... oAa limloct í áráciim ofta ori i hungruð og rugluð vegna átaka og ringul- reiðar. Æ - gæti ég afborið það? - Hvern- ig geta þær það?“ Þær koma hingað beigð- ar en ekki brotnar, til að segja heiminum hvernig lífið raunverulega er í löndunum þeirra, - hvernig það er að vera kona í þessum löndum. Sumar hafa setið í fang- elsum fyrir skoðanir sínar og störf sín í kvennasamtökunum, aðrar eru, af sömu á- stæðum útlagar frá heimalöndum sínum en vinna oft að öflugri upplýsingastarfsemi um ástandið heimafyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.