Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 44
Jónína K. Jónsdóttir, starfsstúlka á
spítalanum á Sauðárkróki:
,,Mér fannst ráðstefnan fróðleg og
skemmtileg. Nei, ég hefi ekki starfað mikið
að félagsmálum en svona ráðstefna verður
manni hvatning. Síðan ég kom norðurhefur
mappan með upplýsingunum, sem dreift
var, verið hér í gangi, ég hefi lítið fengið af
viðbrögðum ennþá en alla vega var fólk
áhugasamt um að fá að sjá hana. Ég veit
ekki alveg með kvótakerfi svei mér þá. Satt
best að segja er ég ekki viss um að ástand-
iö sé alveg eins alvarlegt og eldri konurnar
láta í veðri vaka, það hefur mikið breyst í
þeim efnum held ég og yngri konurnar vilj-
ugri til að taka þátt. Þetta með að segja sig
úr verkalýðsfélögunum og stofna ný, um
það veit ég heldur ekki hvað segja skal. Ég
er t.d. í verkakvennafélagi og það er nokk-
uð um að þær fari yfir í verkamannafélagið,
nei varla er það vegna þess að þær haldi
körlunum sé beturtreystandi til að semja en
kannski halda þær að þar sé betri þjónustu
að fá, ég veit það ekki. En Samtök kvenna á
vinnumarkaði eru alveg bráðnauðsynleg.
Vonandi verður hægt að mynda einhvern
anga af þeim hér, ég hefi a.m.k. mikinn
áhuga á því að vinna að slíku. En það er
erfitt að ná saman fólki, dálítil sundrung,
maður þarf alltaf að vera að!“
Ingibjörg Vagnsdóttir starfar á skrifstofu
Einars Guðfinnssonar á Bolungarvík:
,,Ég kom suður sérstaklega til að vera á
ráðstefnunni. Verslunarmannafélagið hér
fékk boö og sendi mig sem sinn fulltrúa. Ég
hef ekki setið svona ráðstefnu áður en tekið
þó nokkurn þátt í félagsstörfum, m.a. í sam-
bandi við bæjarstjórnarkosningar hér. Ég
var mjög hrifin af ráðstefnunni, þar kom
fram ótal margt, sem maður hefur ekki
hugsað út í áður eða a.m.k. ekki frá þessu
sjónarhorni og þá á ég sérstaklega við það
sem rætt var um í sambandi við orsakirnar.
Ég var því alveg sammála. Hvað varðar
leiðir til úrbóta þá er ég hlynnt kvótakerfi en
líst ekki eins vel á aö konur kljúfi sig út úr
verkalýðsfélögunum. Hins vegar er ég
ánægð með stofnun Samtaka kvenna á
vinnumarkaðnum, þannig samtök gætu
stutt mjög við bakið á þeim konum, sem nú
eru í baráttunni og þau ættu að sjá til þess
að halda umræðunni gangandi. Síðan ráð-
stef nan var hef ég töluvert verið að segja frá
henni hér og því sem fram kom og mér
finnst fólk bregðast við á mjög jákvæðan
hátt, og sýna þessu áhuga. Ég mun gera
grein fyrir ferðinni suður á næsta fundi hjá
mínu félagi og kynna niðurstöðurnar þar
líka.“
Þuríður Magnúsdóttir vinnur sem skrifta á
fréttastofu Sjónvarpsins og er í Starfs-
P mannafélagi sjónvarpsins. - ,,Ég hef ekki
áður setið ráðstefnu eins og þessa, sem var
í Gerðubergi og aldrei tekið þátt í kjara-
málastarfi þó svo ég hafi auðvitað sótt fundi
Starfsmannafélagsins. En ég tek alveg
undir niðurstöðurnar varðandi orsakirnar.
Nú, það var talað um að við slitum okkur
alveg úr sambandi við karlana, en mér líst
ekki á það, ég held við fengjum ekki konur til
að starfa í slíku. En mér líst vel á Samtök
kvenna á vinnumarkaði, þau gætu orðið til
að ýta undir kröfugerð, styðja við bakið á
þeim konum, sem nú þegar eru í baráttunni
og líklega fjölgað þeim.“