Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 34

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 34
Nýtt form á heilsugæslu Á árinu 1973 var mörkuð sú stefna í heilbrigðis- málum, að heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa skyldi fara fram á heilsugæslustöðvum. Þessi stefna var ítrekuð á árinu 1978, með lögum nr. 57 um heil- brigðisþjónustu. Áður hafði gilt sú stefna í almennri heilbrigðisþjónustu hér á landi að sjálfstæðir einyrkja læknar, heimilislæknar, sinntu almennri læknisþjónustu utan sjúkrahúsa. Með heilsugæslustöðvum var hins vegar stefnt að því að sinna almennri læknaþjónustu með samvinnu sérþjálf- aðs starfsliðs á hinum ýmsu sviðum heilbrigðismála. Á heilsugæslustöð væri auk þess góður aðbúnaður og tækjakostur fyrir starfsemina. Síðan 1972 hafa verið byggðar heilsugæslustöðvar um allt land, en um 3/4 hlutar þeirra eru á stöðum þar sem íbúar eru færri en 1500. Lögð var áhersla á að hraða uppbyggingu stöðvanna á þeim svæðum þar sem þörfin var talin brýnust, þ.e. í dreifbýlinu. Þannig er nú heilsugæslustöð í Hveragerði, Selfossi, Hellu, Hvolsvelli og Vík í Mýrdal og vel vandaðtil þeirra allra í húsnæði og tækjum, því huga varð að fram- tíðinni við hönnun stöðvanna. Reykjavík í dag Þörfin var talin minni fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins, og eru í dag aðeins starfræktar heilsugæslustöðvar fyrir lítinn hluta íbúa á fjórum svæðum í borginni, heilsu- gæslustöðin við Egilsgötu, heilsugæslustöðin í Foss- vogi, heilsugæslustöðin við Asparfell og heilsugæslu- stöðin í Árbæ. Læknaþjónustunni utan sjúkrahúsa hefur að mestum hluta verið sinnt af heimilislæknum, svokölluðum núm- eralæknum sem þegið hafa laun númerakerfis sjúkra- samlaga, fengið greitt fyrir hvert númer skráð á við- komandi lækni, án tillits til þess hvort sjúklingurinn þurfi á lækni sínum að halda eða ekki. Kerfisbreyting Á árinu 1981 skipaði þáverandi heilbrigðis- og trygg- ingaráðherra nefnd skipaða fulltrúum ríkis og borgar svo og lækna til að fjalla um fyrirkomulag heilsugæslu í Reykjavík. Var nefndinni falið að finna leiðir til að leggja niður númerakerfi í Reykjavík sem almenn samstaða gæti tekist um og vinna að því að slíkt samkomulag næðist á milli hlutaðeigandi aðila. Núverandi númera- kerfi hefur verið talinn einn helsti þröskuldur fyrir því að breyta alfarið yfir í heilsugæslukerfi, þar sem launakjör heilsugæslulækna eru frábrugðin launakjörum númera- lækna. Hefur þetta valdið andstöðu nokkurra heimilis- lækna við kerfisbreytinguna, sem m.a. hefur lýst sér í því að skráning samlagsmanna hefur orðiö minni og hægari á heilsugæslustöðvar en ráð hafði verið fyrir gert. Nefndin skilaði frá sér skýrslu um málið í júlí 1982, sem fól í sér grundvöll að samkomulagi. Tillögur nefndarinnar voru þær að tiltekinn dag, (D- dag) yrði númerakerfi heimilislækninga lagt niður og þess í stað tekið upp heilsugæslukerfi. - Þeir læknar sem 3 ár eða lengur hafa gegnt heimilis- lækningum í Reykjavík sem aðalstarfi verði opinberir heilsugæslulæknar á þeim degi, efþeirkjósi. - Launakjör númeralækna, sem kjósa að gerast heilsu- gæslulæknar verði skv. kjarasamningum heilsu- gæslulækna, eins og þeir eru hverju sinni. - Þeir númeralæknar, sem kjósa að gerast heilsu- gæslulæknar, skuli öðlast viss opinber lífeyrisréttindi á D-degi. - Rekstraraðili heilsugæslustöðva í Reykjavík taki að sér það hlutverk að sjá þeim númeralæknum sem kjósa að gerast heilsugæslulæknar fyrir starfsað- stöðu. - Heilsugæslustöðvar í Reykjavík kaupi nýtileg lækn- ingaáhöld og innréttingar, sem númeralæknar vilja selja á sanngjörnu verði. - Þeim númeralæknum sem ekki gerast heilsugæslu- læknar eftir þessu samkomulagi, eða hætta störfum sem heilsugæslulæknar fyrir aldurs sakir, sé heimilt að halda áfram heimilislækningum. Þessir læknar verði skráðir sérstaklega og hljóti sérstök laun frá hinu opinbera fyrir unnin verk auk þeirra greiðslna sem þeir innheimta af sjúklingum. - Ríkið og Reykjavíkurborg geri með sér samkomulag um skiptingu kostnaðar vegna þeirra þátta heilsu- gæsluþjónustu, sem Reykjavíkurborg sinnir nú, en falla undir starfssvið heilsugæslustöðva eftir D-dag. Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkti á fundi sínum í upphafi þessa árs að D-dagur yrði 1. janúar 1984. Hér er fyrst og fremst um að ræða stjórnkerfislega breytingu, sem snertir hinn almenna borgara ákaflega lítið. Breytingin er ekki í því fólgin að vakna einn daginn við það að gamli heimilislæknirinn sé hættur, og einhver annar kominn í hans stað. Hún er fólgin í því að kostn- aðurinn vegna heilbrigðisþjónustu flyst yfir á ríki og borg og stjórn hennar sömuleiðis. í Reykjavík eru nú u.þ.b. 30 númeralæknar starfandi. Þeir geta ákveðið að ganga inn í framangreint samkomu- lag, sem breytir launakjörum þeirra og rekstrarfyrirkomu- lagi á stofu. Eða þeir geta ákveðið að standa utan vlð samkomulagið. Hvorn háttinn sem þeir velja, halda þeir sínum sjúklingahópi. Uppbygging heilsugæslustöðva í Reykjavík gerist ekki á einni nóttu, heldur er þetta margra ára og áratuga áætlun. Kerfisbreytingin n.k. áramót er aðeins einn áfangi á þeirri leið. Lára V. Júlíusdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.