Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 24

Vera - 01.12.1983, Blaðsíða 24
Matarholur landbúnaðarins í landbúnaöarráöuneytinu er ennþá mörg matarholan, þótt viöur- kenna verði, að þar var hnífnum beitt óvenju skarpt I þetta sinn, enda af ýmsu aö taka. Og meira er eftir. Nefna má smáupphæö eins og 200 þús. kr., sem ætlaðar eru til frumathugunar á byggingu loödýrahúss á Hvanneyri. Hvaö skyldi það kosta á endanum? Aöra upphæð má nefna, sem vekur spurningar um ráödeild: 2.9 milljónir eru ætlaöar til aö Ijúka þjónustubyggingu viö hesthús á bænda- skólanum á Hólum. Fyrrverandi landbúnaðarráðherra vissi ekki einu sinni, um hvaöa byggingu þarna var aö ræöa. Og ekki verður skilist viö landbúnaðinn, að ekki sé minnst á útflutningsuppbæt- urnar, þær eru nú áætlaðar samtals 280 milljónir kr. Fleiri dæmi veröa ekki tínd til að sinni, en við getum endalaust spurt okkur spurninga um þessar og þvílikar upphæöir. Og viö Ótrúlega mörgum finnst þetta bara hreinlega allt í lagi. En þetta gengur ekki lengur. Menn veröa aö skilja, aö þjóöfélagsgeröin hefur breyst. Konur eru ekki lengur neitt varavinnuafl. Þær eru fyrirvinnur engu síður en karlar, þótt illa gangi að fá þaö viðurkennt. Nú má búast við samdrætti á flestum sviöum, til dæmis í verslun og þjónustu, þar sem vinnuafliö er að stórum hluta konur. Við vitum, hver afleiöingin yröi af slíkum samdrætti. Konurnar yrðu fyrstar sendar heim. Aðförin aö Lánasjóði íslenskra námsmanna hlýtur einnig að koma harðast niöur á konum. Þær eiga erfiöara meö aö fá vel launuð störf milli skólaanna, að ekki sé minnst á möguleika ein- stæöra mæðra til að styrkja börn sín til náms. Treyst á fórnfýsi kvenna Samdráttur í heilbrigðismálunum bitnar án alls efa fyrst og fremst á konum, eins og sjá mátti, þegar byrjaö var á því aö kanna, hvort eigum aö gera þaö. Efalaust falla einhverjir þessara liöa inn í ramma um föst, lögbundin framlög, en samtals gera þær upphæðir, sem hér hafa veriö nefndar, um 400 milljónir króna, að meðtalinni þeirri fjárhæö, sem ætluð er í margnefnda flugstöð á Keflavíkur- flugvelli. Og ef við reiknum meö, að álitleg upphæð fengist meö sparnaöi í yfirstjórn allra ráöuneyta og stofnana ríkisins, rétt eins og landsmenn þurfa aö sætta sig við á heimilum sínum, þá er nú ögn farin aö lagast sú upphæö, sem til skiptanna er. Samdrátturinn bitnar á konum Aö lokum langar mig aö benda á fáein atriöi meö sérstöku tilliti til hagsmuna kvenna. Þaö er þá fyrst, hvort sú samdráttarstefna, sem hér er fylgt, leiði ekki til minnkunar atvinnu á ýmsum sviðum og hvort það muni ekki fyrst og fremst bitna á konum. Ég óttast þaö alvarlega. Og meira en það: Ég er sannfærö um þaö. Ein setning fjármálaráðherra í umræðu um fjárlögin vakti með mér meiri hroll en aðrar. Hún hljóðaöi svo: „Undanfarin ár hefur ríkt umfram- eftirspurn á vinnumarkaðinum, og má því ætla, aö nú stefni í átt til betra jafnvægis". Betra jafnvægi þýöir áreiðanlega í þessu tilviki minni eftirspurn eftir vinnuafli kvenna. Konur hafa alltaf verið notaðar - og látið nota sig möglunarlítið - sem eins konar sveiflujafnara í atvinnulífinu. Þær hafa tekið á sig þensluna, komiö út af heimilunum, þegar mikiö hefur legið við, þegar umframeftirspurnin togar í þær, en verið sendar heim aftur á samdráttartímum. ekki mætti spara hjá lægst launaða fólkinu á ríkisspítölunum, í eldhúsi og þvottahúsi, en þar eru auðvitað konur í meirihluta. Reyndar er sama, hvar borið er niöur í heilbrigðisþjónustunni, konur eru í miklum meirihluta á næstum öllum sviöum hennar. Konur beinlínis bera uppi heilbrigðisþjónustuna. Þetta er nokkuð, sem furöa fáir hafa gert sér grein fyrir. Og á hverjum skyldi þaö bitna, þegar fariö verður að spara þjónustuna á sjúkrahúsunum meö því aö senda sjúklingana meira og minna ósjálfbjarga heim? Ætli þar sé ekki sem endranær treyst á langlundargeö og fórnfýsi kvenna. Dæmigert er það svo fyrir stefnu núverandi ríkisstjórnar, að ekkert svigrúm er til nýbygginga dagvistarstofnana á næsta ári. Sú upphæð, sem frumvarpið ætlartil dagvistarbygginga, 30 millj. kr., nægir ekki einu sinni til aö Ijúka þeim byggingum, sem þegar eru hafnar. Á hverjum skyldi sú stefna bitna, þegar til lengdar lætur? Eitt lítið umhugsunarefni aö lokum: Naumast er þaö tilviljun, að allir þeir liðir, sem okkur konum viröast vænlegir til sparnaöar, eru dálítiö karlalegir, ef svo má að oröi komast. Eöa hverjir eru fjöl- mennastir í yfirstjórnum ráöuneyta og ríkisstofnana? 6.11.1983 Kristín Halldórsdóttir 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.