Vera - 01.01.1984, Side 3
Kynfrœðsla
Reykjavík, 23.12. ’83
Rcera Vera.
Það er ekki ofsögum sagt, að þetta er
Þarft blað. Er ég séþessa grein um skortinn
á kynfrœðslu finnst mér það skjóta ansi
skökku viðáþessum tímum, aðskólum hafi
ekki farið betur fram en þetta, það virðist
ekki mikið hafa breyzt þar miðað við þjóð-
félagið í heild frá því að ég var I skóla fyrir
20 árum. Enda eru rdðálnénn þessara mála
þ-e. skólamála, áþeim aldri margir, að þeir
voru ekki vanir eðlilegri,umfjöUun um þessa
hluti. Það getur Veríð ástœðan, en er ekki
ofsökun. ,,Þessir höfðingjar”, sem alltaf
eru að ,,frelsa mahrrkyhið ” meðþvíað slíta
fóstureyðingar úr öllu samhengi, ættu að
eyða orkusinni í að berjast frekar fyrirþess-
orí fræðslu, það er rétti endinn til að byrja
ó. Það er auðséð og heyrt aðþeir hafa marg-
,r hverjir ekkert til að byggja á nema
•>draumóra”, þeir eru ekki íþessum erfiðu
sPorum, hafa aldrei verið, og verða líklega
Qldrei. Það beztasem þeir berðust fyrir væri
>,rétt verðmætamat”. Þá væru kannski
færri í þessum sporum?
Það er ansi oft byrjað á hinum endanum
1 málunum.
Matta.
Réttarríkið
Kœra Vera.
Mér datt Ihug aðsendaykkur línur vegna
atburðarins á Tálknafirði. Maður nokkurá
staðnum fór að leita eiginkonu sinnar með
fulltingi vinar síns. Til að auðvelda sér leit-
ina vopnuðust þeir haglabyssum enda stóð
víst til að skjóta eiginkonuna þegar hún
kœmi I leitirnar. Skutu þeir á mann og ann-
ann og ekki þeim að þakka að enginn lá I
valnum. Lögreglan handtók mennina, þeir
játuðu á sig verknaðinn og þá fannst lög-
reglunni greinilega nóg að gert, og lét þá
lausa! Mennirnir hafa manndráp að mark-
miði, mistekst og þá er sagan öll. Það er all-
ur munur að búa í réttarríki, sérstaklega ef
maður er kona og útlendingur að auki.
Ég skrifa þetta vegna þess að mérfinnst
þetta dálítið einkennandi fyrir það viðhorf
sem ríkir gagnvart ofbeldi á konum. Það er
einkamál og þvíekki ástœða til að skipta sér
of mikið af því. Þessu þurfum við konur að
berjast gegn.
Tóta.
Kæra Tóta.
Við þökkum þér kærlega fyrir þarfa
ábendingu. Sjálfsagt hafa skotmennirnir
verið ómissandi fyrir atvinnulífið á staðn-
um því hefur löggan haft snör handtök.
Enda hvað er líf einnar ástralskrar farand-
verkakonu á milli vina!
En það er annað í þessu: Hvað skyldi vin-
urinn hafa verið að hugsa? Sannleikurinn er
sá að það er ekki óalgengt að (fyrrverandi)
eiginmenn hafi vin með sér í för þegar til
stendur að ganga í skrokk á (fyrrverandi)
eiginkonu. Hvað vakir fyrir vinunum? Er
þetta samstaða á villigötum eða er málsstað-
urinn svona ómótstæðilegur? Hvað segi þið
lesendur?
Vera.
Ég er Ég
Hafnarfirði, 28.12. 1983.
Kœra ritnefnd.
Ég er ekki áskrifandi að Veru, en hef einu
sinni keypt hana í lausasölu og það gæti
komið fyrir aftur. Blaðið finnst mér I betra
lagi.
Ég er ekki fast fylgjandi Kvennafram-
boðinu vegna þess að ég hef það mikið álit
á okkur konum (þeim sem á annað borð
vilja láta til skarar skríða) að með réttsyni
eða stjórnunarhæfileikum (,,klókheitum”)
œttum við að geta keppt við karlkynið ef
það er það sem við viljum. Það sem ég vil er
að einstaklingurinn sé aðalmarkmiðið i
þessari jafnréttisbaráttu. Ég er kona og ef
ég vil koma mér áfram, hvort sem er í
stjórnmálum eða öðru, kemst ég áfram,
með mínum hæfileikum, ef ég hef þá. Égfer
ekki í Kvennaframboð til þess að bjóða mig
fram. Ef ég er nógu sterk get ég sigrast á
íhaldssömum karlmönnum. Hvort sem ég
fæðist kvenkyns eða karlkyns hef ég sömu
hæfileika og möguleika tilþes að lœra (ath.
getnaðarvarnir) og hafa vit á hlutunum.
Það vitið þið eins vel og ég. Hvers vegna þá
að vantreysta sér, hlaupa í skjól Kvenna-
framboðsins I staðinn fyrir að láta raun-
verulega sjá h vað í sér byr? Við konur þurf-
um meiri kraft en karlmenn til þess að kom-
ast áfram, það er vitað mál. En margar
hverjar höfum við nœgan kraft! Málið er að
hafa vit á hlutunum og íhuga þá rökrétt,
ekki í fljótfærni. Þess vegna er ég engum
samtökum bundin. Ég er ég. Ef ég hef
áhuga, viljastyrk og baráttuþrek kemst ég
áfram á minni leið, enginn skal aftra mér frá
þvl. Ekki karlmenn. Nei, ekkert nema
óhæfnisjálfrar míns. Ath.: Óhæfnisjálfrar
mín.
Um birtingu bréfsins er ykkar að dæma,
þ.e. hvort þið teljið það ekki koma á móti
málstað ykkar, þó að mér þyki ekki nokk-
urri konu óhollt að lesa það.
Þetta er nú orðin nokkur rumsa, en upp-
haflega ætlaði ég bara að senda ykkur Ijóð.
Ég er 18 ára og skrifa þó nokkuð af Ijóðum
en hef ekkert birt.
Farmiða fékk ég í fœðingargjöf
með farþegaskipi um heimsins höf.
Á skipinu er alltaf ys og þys
og yfirleitt frekar titt um slys.
I káetu minni ein ég er
því enginn annar þar mig sér.
Hrygg ég hugsa um heimsins bát.
Já, hvernig get ég verið kát?
Hvorki ræð ég stefnu né stað,
en stundum vil ég gera það,
því illa er styrt á ólgandi haf
nema ætlunin sé að sigla í kaf.
Aðalheiður Guðmundsdóttir.
3