Vera - 01.01.1984, Side 37
raunir þjóðfélagsins til að forherða hann.
Asdís skilaði Söndru nokkuð sannfærandi
en kunnáttuleysi og reynsluskortur henn-
ar sem leikara kom í veg fyrir að maður
fyndi fyrir því tilfinningaflæði sem á að um-
feika þessa persónu. Það stafaði engum
9eislum af henni. Hins vegar stafaði heil-
miklum sjarma af Andrési Sigurvinssyni í
hlutverki Kobba konu, vinar Söndru.
Andrés er reyndur leikari og kann að koma
einlægum og fallegum manni til skila í leik.
Og þarna erum við komin að helsta gallan-
um sem er á þessari mynd, þ.e. leikaraval-
inu. Leikararnir eru blanda af atvinnu- og
éhugamönnum og munurinn á þeim kom
skýrt í Ijós. Það er til dæmis ekki nóg að
vera töffari eða frægur rokksöngvari; ef
Spjöld sögunnar!
Ég get ekki á mér setið að gera örlitla og
hógværa athugasemd við meiri háttar
annál ársins 1982, sem nýverið kom út í
stóru broti og full með myndum af þeim,
sem geymast skulu á spjöldum sögunnar.
Erlendir atburðir ársins 1982 taka þar
mest rúm enda mun bókin útgefin í sam-
vinnu erlent útgáfufyrirtæki en Björn
Jóhannesson, sem er fréttastjóri Morgun-
blaðsins, hefur tekið saman viðburði á ís-
tandi og ritstýrt þeim viðauka. Af svona
ðræskulausri forvitni fletti ég upp á sveit-
erstjórnarkosningum í orðalyklinum aftast
°g mikið rétt, vissulega fá þær kosningar
■rtni í bókinni. Ekki mikið rúm en látum það
hú vera. Hafandi rakið afdrif flokkanna
kemur svo ekki og eins og meðal annarra
°rða ein lítil setning um að konur hafi boð-
'ö fram sér í Reykjavík og á Akureyri. Við
Þann skjóta lestur fylltist ég óhlutlausri
bræði í garð sagnaritara, ekki aðeins
Þessa heldur eiginlega allra. Ég er næst-
úm því alveg viss um, að hvað sem líður
skoðunum fólks á sérframboðum kvenna
hl sveitarstjórna (og alþingis nú i ár), þá
eru flestir þeirrar skoðunar að ekkert hafi
Þýrlað eins miklu ryki upp af íslenskri póli-
bk á síðustu árum og kvennaframboðin
1982 og fátt hafi eflt umræðuna um og ár-
menn kunna ekki að leika, kemst töffara-
skapurinn ekki til skila á tjaldinu. Þegar
Þorlákur Kristinsson er að útskýra fyrir
Jónasi á heimspekilegan hátt hvert er hlut-
verk Söndru i lífi okkar allra fer boðskapur-
inn fyrir ofan garð og neðan af því Þorlák
skortir innsæi og kunnáttu til að koma hon-
um til skila. Sama gildir um Birnu Þórðar-
dóttur, hún var þvinguð og ósannfærandi
í hlutverki rannsóknarlögreglumannsins.
Það getur vitaskuld verið sniðugt fyrir
ákveðinn, afmarkaðan hóp að heyra Birnu
fara með setningu eins og þessa: „Það
varðar refsingu og sektum að sýna lög-
reglumanni ofbeldi í starfi”. En valið á
henni og öörum áhugaleikurum hefur
ekkert að segja fyrir listrænt gildi myndar-
angurinn i frelsis- og réttindabaráttu helm-
ings þjóðarinnar og þau. Það er hreinn og
klár dónaskapur gagnvart aðstandendum
og kjósendum kvennaframboðanna og
konum á íslandi yfirhöfuð að afgreiða þau
kaflaskipti sem kosningarnar, aðdragandi
þeirra og afleiðingar, voru, með einni stutt-
arlegri setningu. Réttast hefði verið að til-
einka kvennaframboðunum sérstakan
kafla í annál ársins 1982 og miklu nær að
birta t.d. mynd af forseta bæjarstjórnar á
Akureyri eða úr kosningabaráttu kvenn-
anna þar eða hér syðra heldur en heilsíðu
litmynd af t.d. fegurðardrottningum — sjá
umrædda bók. Meðfullri virðingu fyrir feg-
urðarsamkeppnum, (eða svo fullri sem
mér er unnt aö bera) þá er tæpast ástæða
til að færa nöfn sigurvegara á því sviði á
söguspjöldin fyrst ekki þykir tilefni til að
geta nánar brautryðjenda á sviði mann-
réttinda. Við sama tækifæri blasti svo við
önnur viðhafnarbók um atburði sama árs,
alíslensk. Kápumynd þeirrar bókar er af
Davíð að kyssa Birgi ísleif, líklega í tilefni
kosninganna líka. Ég hafði ekki geð í mér
til að fletta upp á konum í þeirri sagnfræði.
Og svona í framhaldi af þessu: Hvurn
fjandann erum við að gera með hendur í
skauti á meðan saga síðustu ára er fölsuð
á þennan hátt? í hvaða bókum eiga
ófæddar íslenskar konur að leita upplýs-
inga um sinn hlut í sögunni? í tildrinu sem
karl á Akureyri hróflaði upp um kvenna-
framboðin, í annálum, sem aðrir karlar
skara að sinni köku núna? Eða í sams kon-
ar bókum og okkur voru fengnar upp i
hendurnar, bókum sem ekkert segja og
láta svo í veðri vaka að konur vilji ekki og
geta ekki vegna þess að þær geri aldrei?
Á næsta kynslóð líka að þurfa að þefa uppi
blaðagreinar, bréf, tímarit, sem liggja á víð
og dreif eins og hráviður til einskis annars
en að rotna og hverfa fyrir vígtönnum tim-
ans? Tölum svo um ósýnilega reynslu,
menningu og athafnir kvenna!
MS
innar og eyðileggur heildaráhrif hennar.
Aftur á móti stóð Rósa Ingólfsdóttir sig
með prýði í hlutverki eiginkonu Jónasar,
fleðulætin fóru ekki framhjá neinum. Þau
Bryndís Schram og Elias Mar fóru vel með
sitt en önnur hlutverk voru veigaminni.
í heild fannst mér Skilaboð til Söndru Ijúf
mynd og falleg. Hún yljaði mér í skamm-
degiskuldunum. Og hún sýndi mér hve
hættulegt það er þegar fólk er metið ein-
vörðungu eftir starfi sínu og hlutverki í
þjóðlífinu, en ekki sem manneskjur. Það
gegnur ekki upp.
Ása Jóhannesdóttir.
SKALD
sör,i JR
STEINUNN SIGURÐARDÓTTIR
IÐUNN
SKÁLDSÖGUR
eftir Steinunni Sigurðardóttur.
Hafið þið lesið Skáldsögurnar hennar
Steinunnar. — Ef ekki þá drífið í því.
Þegar ég lagði frá mér bókina á jólanótt
að loknum lestri, voru mín fyrstu viðbrögð.
— Þetta er einhver sú fyndnasta en jafn-
framt bitrasta ádeilubók sem ég hef lesiö
lengi.
Og svo las ég hana aftur og komst að
raun um að hún bauð uppá miklu meira en
það sem ég fékk út úr henni við fyrsta næt-
urlesturinn.
Kímni Steinunnar er frábær. — Þetta
eru sko engir hrossabrandarar sem hún
bíður lesendum uppá. Sögurnar, því þetta
eru smásögur, sem þó tengjast saman að
hluta til að gefa lesanda innsýn inn í
ákveðin augnablik í lífi sögupersóna.
Þessi stuttu kynni af sögufólki eru þó svo
vel nýtt og haganlega gerð af hendi höf-
undar, að maður þekkir þettafólk eftir lest-
Framhald á næstu síðu
37