Vera - 01.01.1984, Qupperneq 18
RISNA
— Þaö hefur verið dálagleg upphæð sem þurft
hefði að spara til að halda þjónustugjöldunum og út-
svarinu við 20%?
býlis- og raöhúsalóðum til þessa en alls eru 169 lóðir til-
búnar í Grafarvogi, svo enn er af nægu að taka. Samtals
eru nú í Reykjavík 302 lóðir fullbúnar, sem bíðaeftir um-
sækjendum en til að gera okkur grein fyrir eftirspurninni
má geta þess að á síðasta ári bárust 152 umsóknir eftir
einbýlis- og raðhúsalóðum (en annað er ekki ætlast til
að fólk byggil). Það er alls ekkert sem bendir til að eftir-
spurnin verði meiri á þessu ári nema síður væri og því
engin ástæða til að leggja svo mikla fjármuni í að auka
framboðið. Hið sama gildir um brú yfir Grafarvoginn og
hraðbraut inn eftir honum. Eins og fjárhag borgarinnar
er varið og í Ijósi ástandsins í efnahagsmálum, verða
þær framkvæmdir einfaldlega að bíða betri tíma enda
er fullboðlegur vegur þegar til staðar að þessu nýja
byggingarsvæði."
G.J.: „Jáen hún er þófyrir hendi. Viðgerðum í okkar
tillögum ráð fyrir 108 milljónum og lunginn af þeirri upp-
hæð kom úr malbikinu eða 96 milljónir, þá gerðum við
einnig ráð fyrir sparnaði í rekstri, niðurskurði í fast-
eignakaupum og í risnu. . .”
— Tillaga ykkar um að borgarfulltrúar borguðu
sjálfir fyrir matinn sem þeir fá á fundum og að fallið
yrði frá bif reiðastyrk, þeim til handa, vakti athygli en
fékk ekki stuðning. . .
G.J.: „Nei og þótti víst ekki upphæð til að gera sér
rellu út af hvort eð er! Þarna hefði þótt mátt spara eina
milljón og raunar hefðu, samkvæmt tillögu okkar um
niðurskurð á risnu yfirleitt, sparast einar 4 milljónir sem
nota mætti til þarfari hluta en veisluhalda. Þessi upp-
hæð hefði t.d. dugað fyrir kaupum á húsnæði fyrir sam-
býli fyrir aldraða og fyrir aðstöðu handa unglingum í
Vesturbæ — hvort tveggja bráðnauðsynlegt að okkar
mati. Enn sem áður er þetta spurning um mat og for-
gangsröðun. Annað ágætt dæmi er tillaga um kaup eða
leigu á húsnæði þar sem reka mætti athvarf og starf-
semi fyrir unglinga í Seljahverfi en kostnaðaráætlun
hljóðaði upp á V/2 milljón. Þessi tillaga var samþykkt í
félagsmálaráði og allir gerðu ráð fyrir að þaö fengist fé
til hennar núna. Auk þess hafði borist undirskriftarlisti
frá fjölmörgum unglingum í hverfinu sem er einsdæmi.
En þrátt fyrir slíkan þrýsting, og þrátt fyrir samdóma álit
félagsmálaráðs og þeirra sem þekkja til æskulýðsmála,
fékkst ekki ein króna til að gera neitt fyrir Seljahverfis-
krakkana. Nú tillaga um 660 þús. í átak gegn vímuefna-
neyslu var felld.”
DAGVISTARMÁL
— Hverjar voru tillögur Kvennaframboðs varð-
andi dagvistarmálin?
G.J.: „Við fluttum í félagsmálaráði tillögu þess efnis
aö framlög borgarinnar til dagvista yrðu bundin við
vissa prósentu af útsvarstekjum út kjörtímabiliö, eða
4%. í tillögum við gerð fjárhagsáætlunar héldum við
okkur við það mark og ef hún hefði orðið yrði varið 38.5
milljónum til dagvista á þessu ári í stað 15.”
— Talandi um dagvistun, þá dettur mér í hug af-
staða ykkar vegna dagheimilis Hagkaupa. Það virð-
ist koma fólki á óvart að Kvennaframboðið hafi verið
á móti styrk borgarinnar til Hagkaupa?
G.J.: „Maður má ekki blindast vegna dagvistarvand-
ans í Reykjavík! Afstaða okkar í þessu einstaka máli
mótast af ýmsu en fyrst og fremst þykir okkur óeðlilegt
að borgin styrki einkafyrirtæki; — það er fyrirtækjunum
arðbært að reka eigin dagvistir, þeim gengur betur að
fá vinnukraft og helst betur á þeim og hvort tveggja skil-
ar sér auðvitað í kassann. Við skulum ekki ímynda okk-
ur að Hagkaup reki dagheimili af mannúðinni einni
saman! Og foreldrar eru ofurseldir ákvörðunum fyrir-
tækisins t.d. varðandi uppsagnir og eins því að fyrirtæk-
ið getur hætt rekstrinum ef því svo þóknast. Nú, í annan
stað eru þess dæmi að mæður hreinlega ánetjist, þær
verða átthagabundnar Hagkaupum ef svo má segja.
Og í síðasta en þó ekki sísta lagi er þetta tæpast mjög
góð uppeidisleg lausn — það verður ekki um að ræða
miklafjölbreytni í félagslegum bakgrunni barnanna. Af
þessum sökum er Kvennaframboðið á móti því, að
borgin noti almannafé til þess að styrkja dagvistir fyrir-
tækja.
— Annað mál sem verið hefur til umræðu — af-
burðabörn í skólum. Hvað viltu segja um afstöðu
ykkar þar?
G.J.: „Satt að segja veit ég ekki hvort ástæða er til
að fjölyrða um þetta, það liggur í augum uppi hversu fár-
ánlegar slíkar hugmyndir eru. Það er siðlaust að ætla
að vera með sér meðferð á einum hópi nemenda þeim
sem mesta möguleika hafa á að spjara sig á meðan
skólinn allur er í fjárhagslegri úlfakreppu sem auövitað
kemur niður á öllu starfi hans.”