Vera - 01.01.1984, Blaðsíða 19
HÖFUM ÓBEIN ÁHRIF
— Svo viö víkjum aftur að fjárhagsáætluninni,
Kvennaframboðið sendi athugasemd til útvarps-
ráðs við umfjöllun ríkisfjölmiðlanna á henni og
fannst að þar bæri Kvennaframboðið skarðan hlut
frá borði, en þegar eitt dagblaðanna bar þessa at-
hugasemd undir fréttamenn kom fram eitthvað á þá
lund, að minnihlutaflokkarnir væru svo samsinna að
óþarfi væri að leita álits þeirra allra. Finnst þér þetta
réttmæt fuilyrðing?
G.J.: „Nei alls ekki! Og hefur ekki Davíð blessaður
kvartað undan því að minnihlutinn standi aldrei saman!
í sambandi við fjárhagsáætlun sérstaklega fannst mér
Ljósmynd: Svala Sigurleifsdóttir
annars mest áberandi munur á okkur og hinum í minni-
hlutanum vera sá, að þeir voru ekki með neinar lækkun-
artillögur heldur vildu finna það fjármagn sem þurfti í
þeirra uppástungur með því að greiða skuldir borgar-
innar á löngum tíma. Við aftur á móti stungum út hausn-
um til að gera okkur óvinsælar, hikuðum ekki við að
skera niður og spara, notuðum þar malbikið sem gull-
kistu en fórum líka fram á að hætt yrði við eða ýmsu
öðru frestað. Þetta er sjálfsagt mjög óklók pólitík því
hún gerir okkur eflaust óvinsælar hér og þar. Hinir í
minnihlutanum gæta sín mjög á að koma ekkivið kaun-
in á neinum og spila meira upp á vinsældirnar, gæta
þess að gefa hvergi höggstað á sér. — Mér finnst við
vera þær einu í minnihlutanum sem taki fjárhagsáætl-
unina rækilega í gegn og sýnum í tillögum okkar hvað
við leggjum áherslu á og hvert okkar verðmætamat er.”
— Að síðustu Guðrún, persónuleg spurning:
Hvernig er að bera fram hverja tillöguna á fætur ann-
arri og sjá þær allar felldar?
G.J.: „Þú getur nú rétt ímyndað þér. Auðvitað getur
það verið svekkjandi. En við erum ekki nærri kýldar í kaf
samt! Og ég er ekki frá því að þrátt fyrir allt höfum við
haft óbein áhrif. Og sumt af því sem við bárum fram við
gerð fjárhagsáætlunar í fyrra en fékk enga náð þá,
stingur upp kollinum núna hjá meirihlutanum. Eitt lítið
dæmi: Tillaga okkar um lágmarksþjónustu við íbúana í
Furugerði og Norðurbrún (ath. íbúðir fyrir aldraða) frá
því í fyrra er nú komin í áætlun fyrir þetta ár. Þannig
kemur fyrir að meirihlutinn felli tillögur minnihlutans en
geri þær svo að sínum seinna meir.”
MS/GJ